Hvað er opið um páskana? Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2024 15:41 Um páskana borða margir páskaegg. Vísir/Einar Opnunartímar verslana og þjónustu breytast yfir páskahátíðina en þó er hægt að verða sér út um helstu nauðsynjar á frídögum þessa helgina. Sundlaugar og skíðasvæði eru opin víða í dag. Kringlan er opin til klukkan 17 í dag, en verður lokuð á morgun. Hún opnar aftur á laugardag, frá 11-18, áður en við tekur tveggja daga lokun á páskadag og annan í páskum. Það nákvæmlega sama má segja um Smáralind. Þegar kemur að Glerártorgi á Akureyri vandast málið eilítið, þar sem opnunartími verslana þar er afar mismunandi yfir hátíðirnar. Hann má þó nálgast hér. Verslanir Verslanir Hagkaupa í Skeifunni og Garðabæ verða opnar allan sólarhringinn alla páskana. Hins vegar verður lokað á Eiðistorgi, Spönginni, Kringlunni og Smáralind á morgun föstudaginn langa, og á páskadag. Þar að auki verður lokað í Kringlunni og Smáralind annan í páskum. Hér að neðan má síðan sjá opnunartíma Krónunnar. Bónus er með opið eins og venjulega í dag, á morgun og á laugardag, þó verslunin í Kringlunni verði reyndar lokuð á morgun. Allar verslanir verða hins vegar lokaðar á páskadag og annan í páskum. Verslanir Nettó verða að mestu opnar, þó flestar þeirra loki á páskadag. Þó verða verslanir á Glerártorgi, Granda, Iðavöllum, Ísafirði, Mjódd, Mosfellsbæ, Selfossi og Selhellu opnar þann daginn. Opið verður í Heimkaupum alla daga til klukkan tíu að kvöldi. Extra í Keflavík og á Akureyri verður með opið allan sólarhringinn alla dagana. Melabúðin er opin frá tíu til átta alla daga nema páskadag, en þá verður lokað. Í Fjarðarkaupum verður lokað á föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Verslanir Vínbúðarinnar eru lokaðar í dag og á morgun. Þær opna aftur á laugardag áður en skellt verður í lás yfir páskadag og annan í páskum. Netverslanir með áfengi, svo sem Desma og Nýja Vínbúðin, eru þó með opið hjá sér yfir allra heilögustu helgidagana. Apótekarinn verður með opið alla daga til miðnættis í Austurveri, rétt eins og Lyfja í Lágmúla og Smáratorgi. Lyfjaval Hæðasmára er opið allan sólarhringinn og Lyfjaval Vesturlandsvegi alla daga til kl. 22. Verslanir ÁTVR eru lokaðar í dag, á morgun, á páskadag og annan í páskum. Vera kann að einhverjir sem gerðu ekki ráð fyrir því verði sér úti um áfengi annars staðar.Vísir/Vilhelm Þjónusta Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni ekur samvkæmt sunnudagsáætlun í dag, á morgun, á páskadag og annan í páskum. Opið er til 17 í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag, rétt eins og næstu þrjá daga. Því geta skíða- og brettakappar varið páskunum á skíðum fyrir norðan. Það geta þeir einnig gert á skíðasvæði Dalvíkur, sem opið er til 16 alla dagana, í Skarðsdal á Siglufirði, eða í Bláfjöllum, þar sem opið er til 17 alla dagana. Breiðholtslaug og Grafarvogslaug verða lokaðar á morgun en annars opnar. Á páskadag verða Árbæjarlaug, Dalslaug og Klébergslaug lokaðar. Páskar Neytendur Matvöruverslun Verslun Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Kringlan er opin til klukkan 17 í dag, en verður lokuð á morgun. Hún opnar aftur á laugardag, frá 11-18, áður en við tekur tveggja daga lokun á páskadag og annan í páskum. Það nákvæmlega sama má segja um Smáralind. Þegar kemur að Glerártorgi á Akureyri vandast málið eilítið, þar sem opnunartími verslana þar er afar mismunandi yfir hátíðirnar. Hann má þó nálgast hér. Verslanir Verslanir Hagkaupa í Skeifunni og Garðabæ verða opnar allan sólarhringinn alla páskana. Hins vegar verður lokað á Eiðistorgi, Spönginni, Kringlunni og Smáralind á morgun föstudaginn langa, og á páskadag. Þar að auki verður lokað í Kringlunni og Smáralind annan í páskum. Hér að neðan má síðan sjá opnunartíma Krónunnar. Bónus er með opið eins og venjulega í dag, á morgun og á laugardag, þó verslunin í Kringlunni verði reyndar lokuð á morgun. Allar verslanir verða hins vegar lokaðar á páskadag og annan í páskum. Verslanir Nettó verða að mestu opnar, þó flestar þeirra loki á páskadag. Þó verða verslanir á Glerártorgi, Granda, Iðavöllum, Ísafirði, Mjódd, Mosfellsbæ, Selfossi og Selhellu opnar þann daginn. Opið verður í Heimkaupum alla daga til klukkan tíu að kvöldi. Extra í Keflavík og á Akureyri verður með opið allan sólarhringinn alla dagana. Melabúðin er opin frá tíu til átta alla daga nema páskadag, en þá verður lokað. Í Fjarðarkaupum verður lokað á föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Verslanir Vínbúðarinnar eru lokaðar í dag og á morgun. Þær opna aftur á laugardag áður en skellt verður í lás yfir páskadag og annan í páskum. Netverslanir með áfengi, svo sem Desma og Nýja Vínbúðin, eru þó með opið hjá sér yfir allra heilögustu helgidagana. Apótekarinn verður með opið alla daga til miðnættis í Austurveri, rétt eins og Lyfja í Lágmúla og Smáratorgi. Lyfjaval Hæðasmára er opið allan sólarhringinn og Lyfjaval Vesturlandsvegi alla daga til kl. 22. Verslanir ÁTVR eru lokaðar í dag, á morgun, á páskadag og annan í páskum. Vera kann að einhverjir sem gerðu ekki ráð fyrir því verði sér úti um áfengi annars staðar.Vísir/Vilhelm Þjónusta Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni ekur samvkæmt sunnudagsáætlun í dag, á morgun, á páskadag og annan í páskum. Opið er til 17 í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag, rétt eins og næstu þrjá daga. Því geta skíða- og brettakappar varið páskunum á skíðum fyrir norðan. Það geta þeir einnig gert á skíðasvæði Dalvíkur, sem opið er til 16 alla dagana, í Skarðsdal á Siglufirði, eða í Bláfjöllum, þar sem opið er til 17 alla dagana. Breiðholtslaug og Grafarvogslaug verða lokaðar á morgun en annars opnar. Á páskadag verða Árbæjarlaug, Dalslaug og Klébergslaug lokaðar.
Páskar Neytendur Matvöruverslun Verslun Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira