Samstarf

Brim­­borg frum­­sýnir nýjan Peu­­geot E-208

Brimborg
Þessa dagana er verið að frumsýna nýjan Peugeot E-208 í sýningarsal Peugeot við Bíldshöfða í Reykjavík. Búið er að fríska upp á hönnunina með nýju útliti og gera hann enn ómótstæðilegri, kraftmeiri með aukinni drægni. Kíktu í heimsókn á Bíldshöfða og prufukeyrðu nýja Peugeot E-208.
Þessa dagana er verið að frumsýna nýjan Peugeot E-208 í sýningarsal Peugeot við Bíldshöfða í Reykjavík. Búið er að fríska upp á hönnunina með nýju útliti og gera hann enn ómótstæðilegri, kraftmeiri með aukinni drægni. Kíktu í heimsókn á Bíldshöfða og prufukeyrðu nýja Peugeot E-208.

Nýr Peugeot E-208 verður frumsýndur hjá Brimborg, Bíldshöfða 8 í Reykjavík, dagana 15.– 24. febrúar. Peugeot E-208 er ein táknmynda stefnu Peugeot í rafbílum og nú er hann kominn á markað í nýrri mynd.

Nýi Peugeot E-208 er enn kraftmeiri með stærri mótor og aukinni drægni sem er nú allt að 409 km,“ segir Benný Ósk Harðardóttir, sölustjóri Peugeot hjá Brimborg. „Hann er í nýju sportlegu útliti með einkennandi skrautlýsingu að framan sem er tákn fyrir klær ljónsins og gefur bílnum sterkan svip og persónuleika ásamt nýju Peugeot merki sem endurspeglar hágæði bílsins.“

Söluteymi Peugeot með nýja E-208 í sýningarsal Peugeot á Íslandi í Brimborg. Frá vinstri : Benný Harðardóttir, Eiríkur Haraldsson, Baldur Ólafsson og Einar Nåbye.

„Peugeot E-208 er arfleifð níu kynslóða Peugeot bíla sem hefur notið mikillar velgengni síðan hann kom á markað í lok árs 2019. Yfir milljón eintök hafa verið framleidd og árin 2021 og 2022 var Peugeot 208 mest seldi bíllinn í Evrópu. Þessi árangur er að miklu leyti að þakka velgengni rafbílsins E-208 sem var mest seldi rafbíll í Evrópu í sínum stærðarflokki.“

Nýi rafbíllinn mun nú fást í þremur útfærslum með nýjum 115kW/156 hestafla mótor og 51kWh rafhlöðu sem gefur allt að 409 km drægni.

Sportleg hönnun sem grípur augað

Uppfærsla á bíl sem hefur náð slíkum árangri eins og Peugeot E-208 hefur gert er ekki einfalt verkefni að sögn Bennýjar. „Áskorun hönnunarteymis Peugeot var að vernda sérkenni bílsins og hið ómótstæðilega aðdráttarafl sem hefur gert bílinn svo vel heppnaðan en gera hann að sama skapi enn nútímalegri.“

Hún segir þó nokkra hluti hafa tekið breytingum í þessari nýju uppfærslu. „Fyrst má nefna nýtt útlit en bíllinn skartar nýjum, sterklegum og áberandi framenda sem endurspeglar nýtt tímabil í hönnun Peugeot bíla, með nýju myndmerki bílamerkisins í forgrunni. Löngu lóðréttu ljósin eru áberandi hluti af útliti bílsins og gera hann sportlegan og breiðari að framan í útliti.“

Hin táknrænu afturljós sem samanstóðu af þremur lóðréttum röndum „rauðu ljónsklærnar“ hafa verið endurskilgreind í nýrri hönnun. „Á nýju útgáfunni eru ljósin lóðrétt og samanstanda af þremur glæsilegum ljósdíóðalínum sem teygja svarta röndina utan um skottlokið og gefa bílnum töfrandi útlit og meiri breidd.“

Nýjar felgurnar skáka hinu hefðbundna og eru samtímis hannaðar til að bæta drægni og orkunotkun bílsins og gefa um leið sportlegt og spennandi yfirbragð bætir Benný við. „Allure útgáfan kemur með nýjum 16” álfelgum en GT útgáfan 17”. Báðar með glæsilega nýja Peugeot merkinu í miðju felgunnar.“

Sérformuð sæti úr hágæðaefnum, mjúk örtrefjaefni, hiti í sætum og nudd í bílstjórasæti eru meðal valkosta Peugeot E-208.

Aukin akstursánægja og lipurð

Hinn táknræni i-Cockpit® var kynntur til leiks í fyrstu kynslóðinni af Peugeot 208 segir Benný. „Í dag er hann orðinn langtum tæknilegri, tengdari og notendavænni og veitir hina einstöku akstursupplifun og lipurð sem Peugeot bílarnir eru þekktir fyrir. 10” stafræna þrívíddarmælaborðið hefur nú fengið nýja hönnun í Peugeot E-208 GT og mælaborðið er stillanlegt og þægilega staðsett í augnhæð ökumanns.“

Netta og þægilega stýrið sem er hluti af einstakri akstursánægju Peugeot bíla helst óbreytt að lögun og hýsir helstu stjórntæki fyrir margmiðlunarkerfið, t.d. hljóð og hljóðstyrk, síma og raddstýringar og skapar þannig enn betra notendaviðmót.

Rafvæðin í genunum og stafrænar tengingar

Nýr E-208 stígur stórt skref fram á við og með rafbílagen í kjarna hönnunarinnar býður hann upp á allt að 409 km drægni skv. WLTP og stafrænar tengingar með MyPeugeot appi í símanum. „Nýi E-208 býður upp á 115kW/156bhp rafmótor, ásamt 51kWh rafhlöðu, sem gefur drægni upp á allt að 409 km skv. WTLP mælingum. „Tvær gerðir af innbyggðum AC hleðslustýringum eru fáanlegar í Peugeot E-208 sem henta fyrir alla notkun og hleðslulausnir. 7,4 kW AC hleðslustýring er staðalbúnaður og 11 kW þriggja fasa AC hleðslustýring er fáanleg sem aukabúnaður.“

Áætlaður hleðslutími frá 20% í 80% drægni er u.þ.b. 30 mínútur í 100 kW hraðhleðslu, 4 klst. og 25 mínútur í heimahleðslu með 7,4 kW AC hleðslustýringu og 2 klst. og 55 mínútur með 11 kW AC hleðslustýringu.

Í Peugeot E-208 er 10“ margmiðlunarskjár og Peugeot i-Connect afþreyingarkerfi. „Það er auðvelt að stilla og aðlaga kerfið sem er eins einfalt í notkun og viðmót snjallsíma. Þægilegar flýtileiðir í stýri og á píanótökkum undir skjánum auðvelda notkunina enn frekar. Snjallsímar geta tengst afþreyingarkerfi ökutækisins þráðlaust með Apple CarPlay og Android Auto.“

Þrjú USB tengi koma nú sem staðalbúnaður í Allure og GT útfærslunum. Tvö frammi í og eitt aftur í bílnum. Einnig er nú í boði 15W þráðlaus símahleðsla sem er þrefalt hraðari en áður.

Hásnerpu myndavélar og stafrænar tengingar

Nýjar háskerpu myndavélar að framan og aftan ásamt vali um blindpunktsaðvörun veita 360° yfirsýn af umhverfi bílsins og gera það auðvelt að leggja í stæði. Fáanlegt í GT útfærslu.

Peugeot E-208 er fáanlegur með nýjustu kynslóð af aðstoðarkerfum sem auka öryggi og ánægju í akstri. „Sem dæmi um fjölbreytta ökumannsaðstoð sem er fáanleg í E-208 má nefna hraðastillir „Cruise control“, nálægðarskynjara og blindpunktsaðvörun, LED aðalljós með sjálfvirkri hæðarstillingu, aðlögunarhæfan hraðastilli, umferðaskiltalesara, veglínuskynjara með hjálparstýringu, ökumannsvaka, öryggishemlun og áðurnefndar fram- og bakkmyndavélar.“

MyPeugeot® snjallsímaforritið eykur þægindi Peugeot E-208 og býður meðal annars upp á fjarstýrða forhitun og hleðslustýringu þar sem hægt er að tímastilla, kveikja og slökkva á hleðslu.

Gæði Peugeot bíla eru staðfest með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðunni. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðanda.

Sérkjör í hraðhleðslu til viðskiptavina

Peugeot á Íslandi og Brimborg bjóða viðskiptavinum sínum sérlega hagstæð kjör á hleðslustöðvum og uppsetningu þeirra ásamt sérkjörum í hraðhleðsluneti Brimborgar Bílorku. Söluráðgjafar Peugeot veita allar upplýsingar um kjör til viðskiptavina.

Nýr Peugeot E-208 verður frumsýndur 15. – 24. febrúar í sýningarsal Peugeot við Bíldshöfða 8 í Reykjavík. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða á staðnum og eins verður í boði ráðgjöf varðandi hleðslu rafbíla og uppsetningu hleðslustöðva.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×