Saka Njarðvíkinga um að falsa undirskrift Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2024 12:00 Keflvíkingar saka Njarðvíkinga um að falsa undirskrift vegna félagaskipta Írenu Sólar Jónsdóttur. grafík/sara Keflvíkingar eru ósáttir við vinnubrögð Njarðvíkinga vegna nýlegra félagaskipta körfuboltakonunnar Írenu Sólar Jónsdóttur. Þeir hafa sent inn kvörtun til KKÍ vegna falsaðrar undirskriftar. Á dögunum gekk Írena í raðir Njarðvíkur frá Keflavíkur. Lítil ánægja er hjá Keflvíkingum með hvernig Njarðvíkingar stóðu að félagaskiptunum. Þeir segja að fulltrúi Njarðvíkur hafi skrifað nafn varaformanns körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, Ingva Þórs Hákonarsonar, undir félagaskiptin, án þess að láta hann vita. Og málið er núna komið inn á borð KKÍ. „Það var leitað til mín og ég staðfesti að ég skrifaði ekki undir þetta. Annað er bara í höndum KKÍ,“ sagði Ingvi í samtali við Vísi í dag. Írena skipti yfir til Njarðvíkur frá Keflavík á miðvikudaginn í síðustu viku, á síðustu stundu, áður en félagaskiptaglugganum var lokað. „Nafn mitt var ritað á þessi skipti án minnar vitundar. Morguninn eftir létu Njarðvíkingar mig vita að þeir hefðu gert þetta í einhverjum flýti,“ sagði Ingvi. „Ég veit ekki hversu þekkt það er að þú lætur kvitta fyrir þig en þá finnst mér alltaf við hæfi að viðkomandi viti af því. Við hefðum aldrei staðið í vegi fyrir þessum félagaskiptum en það var bara kvittað undir án þess að tala við okkur, hver svo sem ástæðan var,“ sagði Ingvi. Keflavík og Njarðvík enduðu í tveimur efstu sætum í fyrri hluta Subway deildar kvenna. Keflvíkingar fengu 28 stig en Njarðvíkingar 26. Írena lék níu leiki með Keflavík áður en hún skipti yfir í Njarðvík. Hún spilaði 7,3 mínútur að meðaltali í leik. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Benedikt í bann Körfubolti Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Íslenski boltinn Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Handbolti Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Körfubolti Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Formúla 1 Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Körfubolti Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Enski boltinn Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Körfubolti „Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Sjá meira
Á dögunum gekk Írena í raðir Njarðvíkur frá Keflavíkur. Lítil ánægja er hjá Keflvíkingum með hvernig Njarðvíkingar stóðu að félagaskiptunum. Þeir segja að fulltrúi Njarðvíkur hafi skrifað nafn varaformanns körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, Ingva Þórs Hákonarsonar, undir félagaskiptin, án þess að láta hann vita. Og málið er núna komið inn á borð KKÍ. „Það var leitað til mín og ég staðfesti að ég skrifaði ekki undir þetta. Annað er bara í höndum KKÍ,“ sagði Ingvi í samtali við Vísi í dag. Írena skipti yfir til Njarðvíkur frá Keflavík á miðvikudaginn í síðustu viku, á síðustu stundu, áður en félagaskiptaglugganum var lokað. „Nafn mitt var ritað á þessi skipti án minnar vitundar. Morguninn eftir létu Njarðvíkingar mig vita að þeir hefðu gert þetta í einhverjum flýti,“ sagði Ingvi. „Ég veit ekki hversu þekkt það er að þú lætur kvitta fyrir þig en þá finnst mér alltaf við hæfi að viðkomandi viti af því. Við hefðum aldrei staðið í vegi fyrir þessum félagaskiptum en það var bara kvittað undir án þess að tala við okkur, hver svo sem ástæðan var,“ sagði Ingvi. Keflavík og Njarðvík enduðu í tveimur efstu sætum í fyrri hluta Subway deildar kvenna. Keflvíkingar fengu 28 stig en Njarðvíkingar 26. Írena lék níu leiki með Keflavík áður en hún skipti yfir í Njarðvík. Hún spilaði 7,3 mínútur að meðaltali í leik.
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Benedikt í bann Körfubolti Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Íslenski boltinn Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Handbolti Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Körfubolti Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Formúla 1 Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Körfubolti Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Enski boltinn Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Körfubolti „Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Sjá meira