Kjartan Atli: Bónuskeppni sem er bragðgott krydd í tilveruna Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. janúar 2024 22:02 Kjartan Atli Kjartansson leiddi lið Álftanes í fyrsta sinn í undanúrslit bikarkeppninnar í körfubolta. vísir / hulda margrét Álftanes komst í fyrsta sinn í undanúrslit bikarkeppninnar í körfubolta eftir 90-79 sigur gegn Grindavík í Smáranum í kvöld. „Það er stutt síðan leik lauk þannig að maður er enn að átta sig. Þetta er náttúrulega bónuskeppni, viðbót við tímabilið, maður er fyrst og fremst að fókusa á deildina en bikarinn er krydd í tilveruna og mín fyrsta tilfinning er að þetta er bragðgott krydd“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, strax að leik loknum. Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu. Liðin skiptust sífellt á því að taka forystuna og engin leið var að spá fyrir um sigurvegara. „Þetta eru tvö mjög jöfn lið. Eins og í fyrri hálfleik held ég að liðin hafi skipst sextán sinnum á forystu og þetta var átta sinnum jafnt. Svo hélt það bara áfram, þeir ná áhlaupi í byrjun þriðja en svo var þetta spurning um orkustig. Þetta var svipaður leikur og í deildinni fyrir tíu dögum síðan en þá duttu skot þeim megin og nú var það öfugt. Erfitt að segja nákvæmlega hvað það var sem skóp sigurinn.“ Kjartan var þá næst spurður út í reynsluboltana Hörð Axel Vilhjálmsson og Hauk Helga Pálsson. Báðir hafa þeir spilað stórvel upp á síðkastið og stigu upp í kvöld þegar liðið þurfti hvað mest á þeim að halda. „Þeir gefa liðinu ró inni á vellinum, setja hlutina upp og þeirra reynsla vegur mjög þungt. Það eru búin að vera meiðsli og veikindi í hópnum, menn lögðu mikið á sig að ná þessum leik. Dino Stipcic er búinn að vera lengi frá, kom haltrandi inn en átti frábæran leik og setti stór skot. Svo bara Douglas Wilson, Cedrick Bowen með mikla orku. Eysteinn var með 39 stiga hita í gær en menn mættu bara og djöfluðust hérna.“ Í ljósi aðstæðna og hremmingana sem gengið hafa yfir Grindavík vonuðust margir körfuboltaáhugamenn eftir því að liðið færi áfram, líkt og kvennaliðið, í úrslitakeppni bikarsins í Laugardalshöll og fagnaði sigri á erfiðum tímum. En er það eitthvað öðruvísi að mæta Grindavík en öðrum liðum? „Við berum náttúrulega bara mjög mikla virðingu fyrir Grindavík og okkur finnst gaman að spila við þá. Þetta er frábært og orkumikið lið. Við svosem pælum ekki í neinu utanaðkomandi, einbeitum okkur bara að okkur og leikinn sem slíkan. En við berum mikla virðingu fyrir Grindavík og okkur finnst gaman að etja kappi við þá.“ Stjarnan, Tindastóll og Keflavík eru mögulegir andstæðingar Álftaness í undanúrslitum. Á Kjartan sér einhvern draumamótherja? „Bara að komast í Höllina er geggjað, svo sjáum við bara hvernig þetta fer allt saman. Tökum því sem að höndum ber“ sagði Kjartan Atli, sáttur á svip og ljóðrænn í bragði að lokum. VÍS-bikarinn UMF Álftanes Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
„Það er stutt síðan leik lauk þannig að maður er enn að átta sig. Þetta er náttúrulega bónuskeppni, viðbót við tímabilið, maður er fyrst og fremst að fókusa á deildina en bikarinn er krydd í tilveruna og mín fyrsta tilfinning er að þetta er bragðgott krydd“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, strax að leik loknum. Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu. Liðin skiptust sífellt á því að taka forystuna og engin leið var að spá fyrir um sigurvegara. „Þetta eru tvö mjög jöfn lið. Eins og í fyrri hálfleik held ég að liðin hafi skipst sextán sinnum á forystu og þetta var átta sinnum jafnt. Svo hélt það bara áfram, þeir ná áhlaupi í byrjun þriðja en svo var þetta spurning um orkustig. Þetta var svipaður leikur og í deildinni fyrir tíu dögum síðan en þá duttu skot þeim megin og nú var það öfugt. Erfitt að segja nákvæmlega hvað það var sem skóp sigurinn.“ Kjartan var þá næst spurður út í reynsluboltana Hörð Axel Vilhjálmsson og Hauk Helga Pálsson. Báðir hafa þeir spilað stórvel upp á síðkastið og stigu upp í kvöld þegar liðið þurfti hvað mest á þeim að halda. „Þeir gefa liðinu ró inni á vellinum, setja hlutina upp og þeirra reynsla vegur mjög þungt. Það eru búin að vera meiðsli og veikindi í hópnum, menn lögðu mikið á sig að ná þessum leik. Dino Stipcic er búinn að vera lengi frá, kom haltrandi inn en átti frábæran leik og setti stór skot. Svo bara Douglas Wilson, Cedrick Bowen með mikla orku. Eysteinn var með 39 stiga hita í gær en menn mættu bara og djöfluðust hérna.“ Í ljósi aðstæðna og hremmingana sem gengið hafa yfir Grindavík vonuðust margir körfuboltaáhugamenn eftir því að liðið færi áfram, líkt og kvennaliðið, í úrslitakeppni bikarsins í Laugardalshöll og fagnaði sigri á erfiðum tímum. En er það eitthvað öðruvísi að mæta Grindavík en öðrum liðum? „Við berum náttúrulega bara mjög mikla virðingu fyrir Grindavík og okkur finnst gaman að spila við þá. Þetta er frábært og orkumikið lið. Við svosem pælum ekki í neinu utanaðkomandi, einbeitum okkur bara að okkur og leikinn sem slíkan. En við berum mikla virðingu fyrir Grindavík og okkur finnst gaman að etja kappi við þá.“ Stjarnan, Tindastóll og Keflavík eru mögulegir andstæðingar Álftaness í undanúrslitum. Á Kjartan sér einhvern draumamótherja? „Bara að komast í Höllina er geggjað, svo sjáum við bara hvernig þetta fer allt saman. Tökum því sem að höndum ber“ sagði Kjartan Atli, sáttur á svip og ljóðrænn í bragði að lokum.
VÍS-bikarinn UMF Álftanes Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira