Fylgir ráðum Sveins Andra og tekur aftur upp nafnið B5 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2024 13:29 Þau Sverrir Einar og Vesta Minkute tóku við rekstri Bankastræti Club af Birgittu Líf Björnsdóttur World Class erfingja síðastliðið sumar. Þau endurvöktu nafnið B5, neyddust svo til að notast við nafnið B en hafa nú tekið slaginn á ný með nafninu B5. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B og Nýju vínbúðarinnar, upplýsir að skemmtistaðurinn muni notast við nafnið B5 á meðan deilt er um nafnið fyrir dómstólum. Þetta upplýsir Sverrir Einar í færslu á Facebook. Sverrir og Vesta Mikute unnusta hans keyptu skemmtistaðinn við Bankastræti 5 í Reykjavík í júní í fyrra með það að markmiði að endurvekja gömlu stemmninguna á B5 frá því hann var, að þeirra sögn, besti næturklúbbur borgarinnar. Babb kom í bátinn í lok sumars þegar í ljós kom að staðurinn mætti ekki heita B5. Samkvæmt Hugverkastofu var vörumerkið B5 skráð í eigu KG ehf. og verið notað í heimildarleysi frá því staðurinn var opnaður á ný. Brá Sverrir á það ráð að breyta nafni staðarins í B. En nú hefur hringnum mögulega verið lokað með því að taka að nýju upp nafn B5 þó málið sé óleyst fyrir dómstólum. „Í gangi er dómsmál þar sem tekist er á um notkun nafnsins, en lögmaður okkar, Sveinn Andri Sveinsson, segir ekki séu forsendur til þess að meina okkur að notast við skammstöfun á heimilsfangi staðarins og það geti enginn átt einkarétt sem kemur í veg fyrir lögmæta notkun eigenda á heimilisfangi,“ segir Sverrir Einar. Hann hefur ekki setið auðum höndum undanfarið. Á dögunum var greint frá nýlegu samstarfi hans og Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur varðandi fegurðarsamkeppnina Miss Bikini Iceland. Þá greindi Sverrir Einar frá því á dögunum að óprúttnir aðilar hefðu haft í hótunum við sig og reynt að kveikja í hóteli sem hann rekur við Skipholt. Sverrir Einar bauð 100 þúsund krónur í fundarlaun, hverjum þeim sem gæti veitt traustar upplýsingar varðandi brennuvargana sem sjá má með andlit sitt hulið í myndbandinu að ofan. Næturlíf Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir B opnar á ný eftir afturköllun starfsleyfis Skemmtistaðurinn B, áður b5 og Bankastræti club, opnar á ný um helgina eftir að sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins þann 27. október síðastliðinn. 5. desember 2023 17:26 Hefur sent lögreglustjóra formlega kvörtun Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B, hefur sent Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu formlega kvörtun vegna framgöngu lögregluþjóns sem handtók hann á skemmtistaðnum á laugardag. 19. september 2023 08:30 Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Sjá meira
Þetta upplýsir Sverrir Einar í færslu á Facebook. Sverrir og Vesta Mikute unnusta hans keyptu skemmtistaðinn við Bankastræti 5 í Reykjavík í júní í fyrra með það að markmiði að endurvekja gömlu stemmninguna á B5 frá því hann var, að þeirra sögn, besti næturklúbbur borgarinnar. Babb kom í bátinn í lok sumars þegar í ljós kom að staðurinn mætti ekki heita B5. Samkvæmt Hugverkastofu var vörumerkið B5 skráð í eigu KG ehf. og verið notað í heimildarleysi frá því staðurinn var opnaður á ný. Brá Sverrir á það ráð að breyta nafni staðarins í B. En nú hefur hringnum mögulega verið lokað með því að taka að nýju upp nafn B5 þó málið sé óleyst fyrir dómstólum. „Í gangi er dómsmál þar sem tekist er á um notkun nafnsins, en lögmaður okkar, Sveinn Andri Sveinsson, segir ekki séu forsendur til þess að meina okkur að notast við skammstöfun á heimilsfangi staðarins og það geti enginn átt einkarétt sem kemur í veg fyrir lögmæta notkun eigenda á heimilisfangi,“ segir Sverrir Einar. Hann hefur ekki setið auðum höndum undanfarið. Á dögunum var greint frá nýlegu samstarfi hans og Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur varðandi fegurðarsamkeppnina Miss Bikini Iceland. Þá greindi Sverrir Einar frá því á dögunum að óprúttnir aðilar hefðu haft í hótunum við sig og reynt að kveikja í hóteli sem hann rekur við Skipholt. Sverrir Einar bauð 100 þúsund krónur í fundarlaun, hverjum þeim sem gæti veitt traustar upplýsingar varðandi brennuvargana sem sjá má með andlit sitt hulið í myndbandinu að ofan.
Næturlíf Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir B opnar á ný eftir afturköllun starfsleyfis Skemmtistaðurinn B, áður b5 og Bankastræti club, opnar á ný um helgina eftir að sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins þann 27. október síðastliðinn. 5. desember 2023 17:26 Hefur sent lögreglustjóra formlega kvörtun Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B, hefur sent Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu formlega kvörtun vegna framgöngu lögregluþjóns sem handtók hann á skemmtistaðnum á laugardag. 19. september 2023 08:30 Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Sjá meira
B opnar á ný eftir afturköllun starfsleyfis Skemmtistaðurinn B, áður b5 og Bankastræti club, opnar á ný um helgina eftir að sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins þann 27. október síðastliðinn. 5. desember 2023 17:26
Hefur sent lögreglustjóra formlega kvörtun Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B, hefur sent Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu formlega kvörtun vegna framgöngu lögregluþjóns sem handtók hann á skemmtistaðnum á laugardag. 19. september 2023 08:30