Karamelluskyrið rýkur upp í verði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2024 11:17 Mjólkurvörur í kæli í verslun Nettó á Granda. Vísir/vilhelm Verð á mjólkurvörum hækkaði í mörgum verslunum milli fyrstu og annarrar viku ársins samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Heildsöluverð á mjólk hækkaði um 1,6 prósent þann 8. janúar sem er strax farið að skila sér í meiri kostnaði fyrir neytendur. Áhugafólk um karamelluskyr finnur sérstaklega fyrir hækkun. Verð hækkaði oftast í Bónus, eða á 90% af vörunum sem þar voru skoðaðar. Mest hækkuðu verð í Iceland, um rúmlega 4%. Verðið stóð í stað í Extra og Heimkaupum en lækkaði í Fjarðarkaupum. Þar munar mestu um 15-20% afslætti sem gefnir voru á vissum vörum á könnunardegi, sem var 12. janúar. Fyrri athugunin var framkvæmd 3.-4. janúar. Allt að 19 prósenta hækkun Í Nettó, Krónunni, Kjörbúðinni, Hagkaupum, Bónus og Krambúðinni hækkaði verð á flokkunum ostar og smjör, skyr og jógúrt, mjólk og jurtamjólk, og rjómi, um 1-4%. Mest hækkaði flokkurinn mjólk og jurtamjólk í Iceland, um 5,6%. Mestu munaði um 330ml D-vítamínbætta nýmjólk og léttmjólk, sem hækkaði um 19%. Flokkurinn rjómi hækkaði í öllum tilfellum um minna en 2%, stóð í stað í Extra og Heimkaupum og lækkaði í Fjarðarkaupum. Vert er að nefna að þann 8. janúar tók gildi ákvörðun verðlagsnefndar búvara um að hækka heildsöluverð á mjólk um 1,6%. Lágmarksverð mjólkur til bænda hækkaði um áramótin um 2,25%. Karamellan rýkur upp Verðbreytingarnar eru áfall fyrir karamelluskyrsunnendur. Lítið KEA saltkaramelluskyr, 200gr, hækkaði mest allra vara – um 32% í Iceland og Krambúðinni og 27% í Kjörbúðinni. Engjaþykkni með karamellubragði hækkaði um 31% í Krambúðinni, 28% í Iceland og 23% í Kjörbúðinni. Ísey skyr með creme brulee hækkaði um 29% í Iceland og 28% í Kjörbúðinni. Karamelluskyrið er þó enn á sama verði og áður í Heimkaupum, Fjarðarkaupum og Extra. Flestar verðlækkanir milli vikna voru í Fjarðarkaupum, fyrst og fremst vegna fyrrnefndra afslátta. Lækkanirnar náðu til 17% af þeim 223 vörum sem skoðaðar voru þar. Nettó lækkaði verð á engum vörum og sem fyrr segir stóðu verð í stað í Extra og Heimkaupum. Fleiri krónur fyrir Dala Camenbert Verðhækkanir voru tíðastar í Bónus; 90% af vörunum sem skoðaðar voru þar hækkuðu í verði. Þær hækkuðu að meðaltali um 1,6%, en mest hækkaði Dala Camembert, um rúmlega 7%. Könnunin var framkvæmd 11.-12. janúar 2024, í verslunum og vefverslunum. Úrvalið sem hér er til skoðunar endurspeglar ekki verðbreytingar í allri versluninni. Aðeins er kannað vöruverð og ekki lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Landbúnaður Verðlag Verslun Mest lesið „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Sesselja nýr forstjóri Genis Viðskipti innlent Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Viðskipti innlent Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Samstarf Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Verð hækkaði oftast í Bónus, eða á 90% af vörunum sem þar voru skoðaðar. Mest hækkuðu verð í Iceland, um rúmlega 4%. Verðið stóð í stað í Extra og Heimkaupum en lækkaði í Fjarðarkaupum. Þar munar mestu um 15-20% afslætti sem gefnir voru á vissum vörum á könnunardegi, sem var 12. janúar. Fyrri athugunin var framkvæmd 3.-4. janúar. Allt að 19 prósenta hækkun Í Nettó, Krónunni, Kjörbúðinni, Hagkaupum, Bónus og Krambúðinni hækkaði verð á flokkunum ostar og smjör, skyr og jógúrt, mjólk og jurtamjólk, og rjómi, um 1-4%. Mest hækkaði flokkurinn mjólk og jurtamjólk í Iceland, um 5,6%. Mestu munaði um 330ml D-vítamínbætta nýmjólk og léttmjólk, sem hækkaði um 19%. Flokkurinn rjómi hækkaði í öllum tilfellum um minna en 2%, stóð í stað í Extra og Heimkaupum og lækkaði í Fjarðarkaupum. Vert er að nefna að þann 8. janúar tók gildi ákvörðun verðlagsnefndar búvara um að hækka heildsöluverð á mjólk um 1,6%. Lágmarksverð mjólkur til bænda hækkaði um áramótin um 2,25%. Karamellan rýkur upp Verðbreytingarnar eru áfall fyrir karamelluskyrsunnendur. Lítið KEA saltkaramelluskyr, 200gr, hækkaði mest allra vara – um 32% í Iceland og Krambúðinni og 27% í Kjörbúðinni. Engjaþykkni með karamellubragði hækkaði um 31% í Krambúðinni, 28% í Iceland og 23% í Kjörbúðinni. Ísey skyr með creme brulee hækkaði um 29% í Iceland og 28% í Kjörbúðinni. Karamelluskyrið er þó enn á sama verði og áður í Heimkaupum, Fjarðarkaupum og Extra. Flestar verðlækkanir milli vikna voru í Fjarðarkaupum, fyrst og fremst vegna fyrrnefndra afslátta. Lækkanirnar náðu til 17% af þeim 223 vörum sem skoðaðar voru þar. Nettó lækkaði verð á engum vörum og sem fyrr segir stóðu verð í stað í Extra og Heimkaupum. Fleiri krónur fyrir Dala Camenbert Verðhækkanir voru tíðastar í Bónus; 90% af vörunum sem skoðaðar voru þar hækkuðu í verði. Þær hækkuðu að meðaltali um 1,6%, en mest hækkaði Dala Camembert, um rúmlega 7%. Könnunin var framkvæmd 11.-12. janúar 2024, í verslunum og vefverslunum. Úrvalið sem hér er til skoðunar endurspeglar ekki verðbreytingar í allri versluninni. Aðeins er kannað vöruverð og ekki lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Landbúnaður Verðlag Verslun Mest lesið „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Sesselja nýr forstjóri Genis Viðskipti innlent Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Viðskipti innlent Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Samstarf Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira