Letrið of smátt og lýsingarorðin of jákvætt hlaðin Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2023 11:04 Í svörum GS Verslana var meðal annars tekið fram að félagið hafi mögulega ekki kynnt sér nægilega vel hvernig megi og megi ekki auglýsa nikótínvörur. GS Búllan Mat Neytendastofu er að GS Verslanir ehf, rekstraraðila GS Búlluna, hafi brotið gegn auglýsingarbanni með því að birta myndir og myndbönd af nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær á samfélagsmiðlum. Hefur félaginu verið bannað að birta auglýsingarnar. Þetta er niðurstaða Neytendastofu, en ákvörðun vegna auglýsinga GS Veralana hefur nú verið birt þar sem fjallað er um auglýsingar á samfélagsmiðlum félagsins, utan á versluninni og á vefsíðunni gsbullan.is. „Er það niðurstaðar stofnunarinnar að félagið hafi brotið gegn auglýsingarbanni með því að birta myndir og myndbönd af nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær á samfélagsmiðlum. Undir myndböndum, með hvetjandi lýsingum um vinsældir vörunnar eða verðlækkunum, voru hlekkir sem leiddu beint á umræddar vörur sem Neytendastofa taldi fela í sér ólögmæta auglýsingu á þeim. Benti stofnunin á að verslunum væri óheimilt að auglýsa sjálfar vörurnar á samfélagsmiðlum, óháð því hvort þær væru í forgrunni eða bakgrunni auglýsingarinnar,“ segir á vef Neytendastofu. Úr ákvörðun Neytendastofu: Í lýsingum félagsins var stuðst við lýsingarorð á borð við „ferskt“, „bragðgóðar“, „kröftugar“, „bragðast vel“, „ein af okkar vinsælustu vörum“, „sparaðu þér núna“ o.s.frv. Þá voru jafnframt að finna lýsingar á ensku við ákveðnar vörur, t.a.m. „perfect balance“, „limited edition“, „explosion of flavour“, „luscious“ o.s.frv. Í svörum GS Verslana var meðal annars tekið fram að félagið hafi mögulega ekki kynnt sér nægilega vel hvernig megi og megi ekki auglýsa nikótínvörur og að félagið gæti þar af leiðandi skarast á við þær reglur. Bent var á að félagið hafi í gegnum árin séð að sambærilegar verslanir auglýst á samfélagsmiðlum, eins og t.d. Facebook, Instagram og TikTok, nikótínvörur bæði með myndum og myndskeiðum, og þar af leiðandi mögulega ekki kynnt sér þær reglugerðir nægilega vel. Smátt letur og jákvætt hlaðin lýsingarorð Á vef Neytendastofu segir það sé mat stofnunarinnar að dósir framan á verslun félagsins brjóti gegn auglýsingabanni nikótínvara. „Þrátt fyrir að dósirnar séu merktar sem „nikótín lausar“ sé letrið svo smátt að það sjáist varla fyrr en komið er upp að versluninni. Hins vegar sjáist greinilega nafn framleiðanda vörunnar sem býður breytt úrval af púðum með nikótíni í sambærilegum umbúðum. 'Að lokum er það niðurstaða stofnunarinnar að félagið hafi brotið gegn bannákvæðinu með því að birta jákvætt hlaðin lýsingarorð um einkenni og bragð ákveðinna nikótínvara, rafretta og áfyllinga fyrir þær á vefsíðu sinni. Bannaði Neytendastofa GS Verslunum að viðhafa framangreinda viðskiptahætti og veitti félaginu fjögurra vikna frest til að fjarlægja markaðsefnið sem fjallað er um,“ segir á vef Neytendastofu. Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Nikótínpúðar Áfengi og tóbak Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Sjá meira
Þetta er niðurstaða Neytendastofu, en ákvörðun vegna auglýsinga GS Veralana hefur nú verið birt þar sem fjallað er um auglýsingar á samfélagsmiðlum félagsins, utan á versluninni og á vefsíðunni gsbullan.is. „Er það niðurstaðar stofnunarinnar að félagið hafi brotið gegn auglýsingarbanni með því að birta myndir og myndbönd af nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær á samfélagsmiðlum. Undir myndböndum, með hvetjandi lýsingum um vinsældir vörunnar eða verðlækkunum, voru hlekkir sem leiddu beint á umræddar vörur sem Neytendastofa taldi fela í sér ólögmæta auglýsingu á þeim. Benti stofnunin á að verslunum væri óheimilt að auglýsa sjálfar vörurnar á samfélagsmiðlum, óháð því hvort þær væru í forgrunni eða bakgrunni auglýsingarinnar,“ segir á vef Neytendastofu. Úr ákvörðun Neytendastofu: Í lýsingum félagsins var stuðst við lýsingarorð á borð við „ferskt“, „bragðgóðar“, „kröftugar“, „bragðast vel“, „ein af okkar vinsælustu vörum“, „sparaðu þér núna“ o.s.frv. Þá voru jafnframt að finna lýsingar á ensku við ákveðnar vörur, t.a.m. „perfect balance“, „limited edition“, „explosion of flavour“, „luscious“ o.s.frv. Í svörum GS Verslana var meðal annars tekið fram að félagið hafi mögulega ekki kynnt sér nægilega vel hvernig megi og megi ekki auglýsa nikótínvörur og að félagið gæti þar af leiðandi skarast á við þær reglur. Bent var á að félagið hafi í gegnum árin séð að sambærilegar verslanir auglýst á samfélagsmiðlum, eins og t.d. Facebook, Instagram og TikTok, nikótínvörur bæði með myndum og myndskeiðum, og þar af leiðandi mögulega ekki kynnt sér þær reglugerðir nægilega vel. Smátt letur og jákvætt hlaðin lýsingarorð Á vef Neytendastofu segir það sé mat stofnunarinnar að dósir framan á verslun félagsins brjóti gegn auglýsingabanni nikótínvara. „Þrátt fyrir að dósirnar séu merktar sem „nikótín lausar“ sé letrið svo smátt að það sjáist varla fyrr en komið er upp að versluninni. Hins vegar sjáist greinilega nafn framleiðanda vörunnar sem býður breytt úrval af púðum með nikótíni í sambærilegum umbúðum. 'Að lokum er það niðurstaða stofnunarinnar að félagið hafi brotið gegn bannákvæðinu með því að birta jákvætt hlaðin lýsingarorð um einkenni og bragð ákveðinna nikótínvara, rafretta og áfyllinga fyrir þær á vefsíðu sinni. Bannaði Neytendastofa GS Verslunum að viðhafa framangreinda viðskiptahætti og veitti félaginu fjögurra vikna frest til að fjarlægja markaðsefnið sem fjallað er um,“ segir á vef Neytendastofu.
Úr ákvörðun Neytendastofu: Í lýsingum félagsins var stuðst við lýsingarorð á borð við „ferskt“, „bragðgóðar“, „kröftugar“, „bragðast vel“, „ein af okkar vinsælustu vörum“, „sparaðu þér núna“ o.s.frv. Þá voru jafnframt að finna lýsingar á ensku við ákveðnar vörur, t.a.m. „perfect balance“, „limited edition“, „explosion of flavour“, „luscious“ o.s.frv.
Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Nikótínpúðar Áfengi og tóbak Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Sjá meira