Ítali fær íslenska ullarpeysu sem passaði ekki endurgreidda Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2023 12:34 Í málinu er deilt um íslenska ullarpeysu sem viðskiptavinurinn hafði keypt í íslenskri vefverslun. Myndin er úr safni og tengist málinu ekki beint. Getty Ónefndri vefverslun hér á landi hefur verið gert að greiða ítölskum viðskiptavini rúmar 50 þúsund krónur eftir að hann hafði skilað ullarpeysu sem hann hafði keypt en aldrei fengið endurgreitt. Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem kvað upp sinn úrskurð í málinu síðastliðinn þriðjudag. Í úrskurðinum kemur fram að viðskiptavinurinn, sem búsettur er á Ítalíu, hafi fest kaup á ullarpeysu í umræddri vefverslun þann 27. september 2021 og greitt fyrir hana 350,04 evrur, um 50 þúsund krónur. Í kvörtun mannsins til kærunefndarinnar kemur fram að peysan hafi ekki passað og hann því sent hana til baka eftir að hafa ráðfært sig við verslunina í gegnum tölvupóst. Hann hafði þá fengið boð frá forsvarsmönnum verslunarinnar um að fá peysu í annarri stærð eða þá að fá endurgreitt. Eftir að hafa sent peysuna til baka óskaði viðskiptavinurinn eftir endurgreiðslu sem hefði ekki borist þrátt fyrir ítrekanir. Í kjölfarið leitaði viðskiptavinurinn til kærunefndarinnar þar sem þess var krafist að hann fengi kaupverð peysunnar endurgreitt, en hann hafði þá þegar fengið staðfestingu frá starfsmanni vefverslunarinnar um að peysan hefði skilað sér aftur til verslunarinnar. Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að meginregla samningaréttar sé sú að gerða samninga beri að halda. Í málinu liggi fyrir að peysan sem hafi verið afhent hafi verið haldin galla. „Sóknaraðili skilaði peysunni til varnaraðila og hefur varnaraðili ekki endurgreitt flíkina og hefur því ekki staðið við boð sitt. Samkvæmt þessu verður að fallast á kröfu sóknaraðila,“ segir í úrskurðinum. Vefverslunin skal því endurgreiða viðskiptavininum 350 evrur, rúmlega 50 þúsund krónur, auk málskostnaðsgjald að upphæð 35 þúsund krónur. Neytendur Verslun Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem kvað upp sinn úrskurð í málinu síðastliðinn þriðjudag. Í úrskurðinum kemur fram að viðskiptavinurinn, sem búsettur er á Ítalíu, hafi fest kaup á ullarpeysu í umræddri vefverslun þann 27. september 2021 og greitt fyrir hana 350,04 evrur, um 50 þúsund krónur. Í kvörtun mannsins til kærunefndarinnar kemur fram að peysan hafi ekki passað og hann því sent hana til baka eftir að hafa ráðfært sig við verslunina í gegnum tölvupóst. Hann hafði þá fengið boð frá forsvarsmönnum verslunarinnar um að fá peysu í annarri stærð eða þá að fá endurgreitt. Eftir að hafa sent peysuna til baka óskaði viðskiptavinurinn eftir endurgreiðslu sem hefði ekki borist þrátt fyrir ítrekanir. Í kjölfarið leitaði viðskiptavinurinn til kærunefndarinnar þar sem þess var krafist að hann fengi kaupverð peysunnar endurgreitt, en hann hafði þá þegar fengið staðfestingu frá starfsmanni vefverslunarinnar um að peysan hefði skilað sér aftur til verslunarinnar. Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að meginregla samningaréttar sé sú að gerða samninga beri að halda. Í málinu liggi fyrir að peysan sem hafi verið afhent hafi verið haldin galla. „Sóknaraðili skilaði peysunni til varnaraðila og hefur varnaraðili ekki endurgreitt flíkina og hefur því ekki staðið við boð sitt. Samkvæmt þessu verður að fallast á kröfu sóknaraðila,“ segir í úrskurðinum. Vefverslunin skal því endurgreiða viðskiptavininum 350 evrur, rúmlega 50 þúsund krónur, auk málskostnaðsgjald að upphæð 35 þúsund krónur.
Neytendur Verslun Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira