Viðskipti innlent

Frið­rik fyrsti for­­stöðu­­maður lög­fræði­ráð­gjafar Arion banka

Árni Sæberg skrifar
Friðrik Ársælsson er forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Arion banka.
Friðrik Ársælsson er forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Arion banka. Arion banki

Friðrik Ársælsson hefur verið ráðinn forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Arion banka og er um nýja stöðu að ræða innan bankans. Lögfræðiráðgjöf heyrir undir nýjasta svið bankans, rekstur og menningu.

Í tilkynningu um ráðninguna segir að Friðrik hafi starfað í lögfræðiráðgjöf Arion banka frá árinu 2019, síðast sem aðstoðaryfirlögfræðingur. 

Þar áður hafi Friðrik verið eigandi á lögmannsstofunni Rétti og setið í stjórn Fjármálaeftirlitsins á árunum 2014-2019. 

Hann sé aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands og hafi meðal annars annast kennslu í félagarétti, fjármálamarkaðsrétti og verið leiðbeinandi fjölda meistararitgerða við skólann. 

Friðrik sé með meistaragráðu í félaga- og verðbréfamarkaðsrétti frá Harvard Law School og lögfræðigráðu frá Háskóla Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×