Samstarf

Starfs­fólk N1 styrkir neyðarsöfnun UNICEF á Gaza um 5 milljónir

N1
Meira en þrjú þúsund börn hafa verið drepin í árásum Ísraela á Gasaströndina.
Meira en þrjú þúsund börn hafa verið drepin í árásum Ísraela á Gasaströndina. Getty/Ahmad Hasaballah

Forstöðumaður hjá N1 hvetur fyrirtæki til að styðja við þau góðgerðarsamtök sem stunda óeigingjarnt starf í eldlínunni á átakasvæðum.

Orkufélagið N1 mun láta fimm milljónir króna renna til neyðarsöfnunar UNICEF á Íslandi vegna átakanna á Gaza, en starfsfólk félagsins velur árlega mikilvægt málefni fyrir jólin til að styrkja. Forstöðumaður markaðssviðs N1 vonar að styrkurinn verði öðrum fyrirtækjum á Íslandi hvatning til að slást í hópinn. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi hrósar N1 fyrir að fara fram með góðu fordæmi enda sé ljóst að neyð um milljón barna á Gaza sé mikil.

Silja Mist Sigurkarlsdóttir, forstöðumaður markaðssviðs N1 segir hörmungarnar á Gaza ekki hafa látið starfsfólk N1 ósnortið. 

Það er þyngra en tárum taki að fylgjast með neyð allra þessara barna sem hafa ekkert sér til saka unnið og því vildum við leggja okkar af mörkum. 

Við vitum að UNICEF mun miðla styrknum þangað sem hann nýtist best og við hvetjum fleiri fyrirtæki til að styðja við þau góðgerðarsamtök sem stunda óeigingjarnt starf í eldlínunni á átakasvæðum."

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur unnið við afar erfiðar og hættulegar aðstæður við að tryggja börnum og íbúum Gaza nauðsynlega mannúðaraðstoð í yfirstandandi átökum. Bæði hefur verið unnið að því að dreifa þeim hjálpargögnum sem voru til staðar sem og að útvega og dreifa hjálpargögnum og nauðsynjum síðan átök hófust. Tugir vörubíla á vegum UNICEF hafa flutt vatn, neyðarbirgðir, sjúkragögn, lyf, skýli fyrir fólk á flótta og aðrar nauðsynjar yfir Rafah-landamærin frá 21. október. UNICEF hefur margítrekað kröfu sína um tafarlaust vopnahlé og að vernd allra barna sé tryggð sem og óhindraður og öruggur aðgangur mannúðarstofnana að íbúum Gaza, en um helmingur þeirra eru börn.

Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi vonar að fleiri fyrirtæki bregðist við.

„Það er svo margt sem fyrirtæki geta gert til að láta gott af sér leiða og þarna stígur N1 fram með veglegan styrk þangað sem neyðin er mest. Við erum þakklát og stolt að taka við styrknum og vitum að hann mun nýtast til lífsbjargandi verkefna á Gaza.

 Vonandi verður framtakið einnig til þess að fleiri fyrirtæki líti sér nær og gefi slíka styrki til góðra málefna – þörfin er svo sannarlega til staðar á þessum síðustu vikum fram að jólum.“

Hafi önnur fyrirtæki eða einstaklingar áhuga á að fylgja fordæmi N1 og styðja við gott málefni bendir UNICEF á Íslandi á neyðarsöfnun sína vegna átakanna á Gaza:

Söfnunarreikningur fyrir börn á Gaza: 701-26-102015 Kennitala 481203-2950

Einnig bendum við á Almenna neyðarsjóðinn þar sem hægt er að styrkja starfsemi UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, vegna neyðar barna víða um heim.

Söfnunarreikningur fyrir Almenna neyðarsjóðinn: 0701-26-102020 Kennitala: 481203-2950

Til að fá nánari upplýsingar um frekari styrktarleiðir og einstakar neyðarsafnanir bendum við á heimasíðuna okkar, unicef.is eða að hafa samband í unicef@unicef.is





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×