Samstarf

Vöru- og þjónustu­fram­boð HP henta öllum fyrir­tækjum

OK
Trausti Eiríksson sölustjóri, Reynir Stefánsson framkvæmdastjóri búnaðarsviðs og Þórunn Lind Þorbjörnsdóttir vörumerkjastjóri. Meðal fjölda traustra samstarfsaðila skipa vörurnar frá HP sérstaklega stóran sess í vöru- og þjónustuframboði OK.
Trausti Eiríksson sölustjóri, Reynir Stefánsson framkvæmdastjóri búnaðarsviðs og Þórunn Lind Þorbjörnsdóttir vörumerkjastjóri. Meðal fjölda traustra samstarfsaðila skipa vörurnar frá HP sérstaklega stóran sess í vöru- og þjónustuframboði OK.

OK er öflugt tölvufyrirtæki sem sérhæfir sig í rekstri tölvukerfa og sölu á notendabúnaði.

Fyrirtækið hefur um margra ára skeið átt í farsælu samstarfi við öflug erlend upplýsingafyrirtæki á borð við HP og HPE, Microsoft, Cisco, Red Hat og mörg fleiri.

Meðal þessara fjölda traustu samstarfsaðila skipa vörurnar frá HP sérstaklega stóran sess í vöru- og þjónustuframboði OK auk þess sem verkstæði OK er gæðavottað af HP og stenst allar þeirra ströngustu kröfur segja þau Reynir Stefánsson, framkvæmdastjóri búnaðarsviðs, Þórunn Lind Þorbjörnsdóttir vörumerkjastjóri og Trausti Eiríksson sölustjóri.

„OK býður upp á HP tölvur sem henta í öll verk, sama hvort það séu einföld verkefni á skrifstofunni, heimavinna eða þung grafísk vinna,“ segir Reynir. „HP er leiðandi tölvu- og tæknifyrirtæki á heimsvísu og stendur svo sannarlega vel að vígi þegar kemur að hringrásarkerfinu og umhverfissjónarmiðum.“

Sérsniðið eftir þörfum viðskiptavina

Að sögn Þórunnar geta ráðgjafar OK sérsniðið búnað eftir þörfum viðskiptavina en það er stór kostur við að velja HP. „Með þessu geta viðskiptavinir valið tegund örgjörva, vinnsluminni, harðan disk, snertiskjá eða 5G möguleika svo örfá dæmi séu tekin. Slíkar sérpantanir taka örstuttan tíma að koma til Íslands.“

Trausti segir að mörg stærstu fyrirtæki heims hafi valið HP tölvur af mörgum mismunandi ástæðum, til dæmis vegna gæða, umhverfissjónarmiða, þriggja ára ábyrgðar á öllum rafhlöðum, frábærrar myndavélar og hljóðnema. „En síðasta en ekki síst er það vegna þeirra öryggiseiginleika sem búnaður frá HP kemur með. Og ekki skemmir fyrir stílhrein hönnun og að HP vélar henta hvaða stærð fyrirtækja sem er.“

Þá má einnig nefna „privacy filter“ sem er rafknúin skjásía. „Hún þrengir sjónarsvið úr 180° niður í 35° sem gerir það að verkum að einungis sá sem er beint fyrir framan skjá vélar sér á hann en þau sem eru við hlið notanda sjá ekki á skjáinn. Þetta getur hentað vel í fjarvinnu og á fundum þegar unnið er með viðkvæmar upplýsingar," bætir Þórunn við.

HP Elite Dragonfly með rafrænu skjásíjuna.

Fjarfundarlausnir fyrir allar gerðir fyrirtækja

Í dag eru fjarfundarlausnir staðalbúnaður hjá nær öllum fyrirtækjum að sögn Reynis. „Við erum ákaflega heppin með lausnaframboð OK en HP keypti nýlega Poly sem er einn stærsti framleiðandi í heimi á fjarfundarbúnaði. Auk þess býður Poly upp á fjölbreytt úrval heyrnatóla í öllum stærðum og gerðum sem henta vel til fjarvinnu. OK er eini vottaði þjónustuaðili Poly á Íslandi og mörg fyrirtæki hér á landi reiða sig á lausnir frá Poly.“

OK hefur einnig selt og þjónustað Yealink og Jabra fjarfundarbúnað um árabil og því má með sanni segja að fjarfundarlausna framboð OK sé fjölbreytt. „OK hefur í gegnum tíðina boðið viðskiptavinum upp á ráðgjöf við val á búnaði, til dæmis hvaða búnaður hentar í fundarherbergi miðað við stærð, lofthæð og tegundir funda sem fara þar fram,“ bætir Þórunn við. „Fjöldamörg fyrirtæki á Íslandi reiða sig á fjarfundarteymi OK og ein af nýjungum okkar er að nú bjóðum við upp á fundarherbergi í vöktun og rekstri.“

Margt spennandi framundan

HP er stöðugt að bæta vöru- og þjónustuframboð sitt segir Trausti. „Það er margt spennandi að gerast um þessar mundir. Þar má nefna sem dæmi samanbrjótanlega skjái sem eru ein af nýjungum sem við munum sjá á næstu misserum. HP er í stöðugri vöruþróun og þar má sem dæmi nefna „Envy Move All in One“ vélina sem er fartölva, borðtölva og skjár í einni vél og er væntanleg á næsta ári.“

Hjá OK starfa 150 manns á fjórum starfsstöðvum. Höfuðstöðvarnar eru í Skútuvogi 2, lager og verkstæði á Höfðabakka 9 og útibú á Akureyri og Sauðárkróki. Árið 2022 sameinaðist Opin Kerfi og Premis undir nafni OK.

Nánari upplýsingar á ok.is.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×