Neytendur

Inn­kalla Smá­köku­deig Evu Lauf­eyjar vegna pekan­hneta

Lovísa Arnardóttir skrifar
Deigið er merkt eins og súkkulaðibitakökudeig en er með trönuberjum og pekanhnetum.
Deigið er merkt eins og súkkulaðibitakökudeig en er með trönuberjum og pekanhnetum. Mynd/Myllan

Myllan innkallar smákökudeig sem framleitt er undir nafni Evu Laufeyjar. Hluti framleiðslunnar var merktur sem súkkulaðideig en inniheldur deig með trönuberjum og pekanhnetur, sem er þekktur ofnæmis- og óþolsvaldur. 

Myllan hefur ákveðið með tilliti til neytendaverndar og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að innkalla Smákökudeig Evu Laufeyjar með súkkulaðibitum (vnr 1982) með best fyrir dagsetninguna 7.12.2023 vegna vanmerkts ofnæmis- og óþolsvalds en í deiginu eru pekanhnetur sem ekki eru merktar í innihaldslýsingu.

Í tilkynningu frá Myllunni kemur fram að vegna mistaka hafi lítill hluti framleiðslunnar verið ranglega merktur og innihaldi smákökudeig Evu Laufeyjar með trönuberjum og pekanhnetum en ekki súkkulaðibitadeig.

Neytendur með óþol eða ofnæmi fyrir pekanhnetum eru varaðir við að neyta vörunnar en varan er fullkomlega örugg til neyslu fyrir þá sem þola hnetur.

Tegund innköllunar: Vara ranglega merkt, varan inniheldur pekanhnetur

Vöruheiti: Smákökudeig Evu Laufeyjar með súkkulaðibitum

Umbúðir: Filma og límmiði

Nettóþyngd: 500 g

Framleiðandi: Myllan

Best fyrir: 7.12.2023

Strikanúmer: 5690568019825

Dreifing: Bónus og Hagkaups verslanir

Hægt er að skila pakkningunum í verslanir þar sem þær voru keyptar eða til Myllunnar

Blikastaðavegi 2.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×