Viðskipti innlent

Vara viðskiptavini við svikapóstum frá island.is

Lovísa Arnardóttir skrifar
Viðskiptavinir hafa verið varaðir við svikapóstum sem virðast hafa borist frá island.is
Viðskiptavinir hafa verið varaðir við svikapóstum sem virðast hafa borist frá island.is Vísir/Vilhelm

Svikapóstar hafa borist viðskiptavinum Íslandsbanka í nafni island.is. Bankinn hefur varað viðskiptavini við þessum skilaboðum. 

Íslandsbanki varar viðskiptavini sína við sviksamlegum tölvupóstum sem hafa verið að berast viðskiptavinum bankans í nafni island.is

Tilkynning var í morgun send á alla viðskiptavini í gegnum app þeirra. Á heimasíðu er líka að finna borða þar sem viðskiptavinir eru varaðir við.

Þessa tilkynningu fengu margir viðskiptavinir í morgun.

Á vef bankans er að finna ítarlegar leiðbeiningar um þær upplýsingar sem viðskiptavinum er öruggt að láta af hendi og við hvaða aðstæður. Sem dæmi er ekki mælt með því við neinar kringumstæður að láta af hendi kortanúmer og öryggisnúmer kortsins (CVV, gildistíma og Secure Code) þegar óskað er eftir því á samfélagsmiðlum, í tölvupósti, í SMS skilaboðum eða símtali.

Þá er viðskiptavinum einnig bent á að samþykkja aldrei innskráningar eða undirrita skjöl með rafrænum skilríkjum sem einhver annar sendi.


Tengdar fréttir

Svika­póstar sendir á Símnetnet­föng í nafni Borgunar

Mikið álag hefur verið á þjónustuveri SaltPay síðustu daga vegna símtala frá fólki sem hefur fengið tölvupósta og skilaboða frá svikahröppum. Ábendingarnar sem borist hafa síðustu daga nema hundruðum og hafa þær að stórum hluta borist frá fólki með netföng sem enda á @simnet.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×