Innlent

Pallborð: Átök Ísraelsmanna og Hamas

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nafnarnir Stefán Einar Stefánsson og Stefán Pálsson eru gestir Hólmfríðar Gísladóttur í Pallborðinu á Vísi. Þeir sjá stöðuna í Ísrael og Palestínu ólíkum augum.
Nafnarnir Stefán Einar Stefánsson og Stefán Pálsson eru gestir Hólmfríðar Gísladóttur í Pallborðinu á Vísi. Þeir sjá stöðuna í Ísrael og Palestínu ólíkum augum. Vísir/Vilhelm

Umfangsmiklar loftárásir Ísraelsmanna á Gaza standa nú yfir og teikn á lofti um innrás. Aðgerðirnar eru svar stjórnvalda við árásum Hamas-liða á laugardag, þar sem almennir borgarar voru pyntaðir og drepnir.

Tugþúsundir hafa flúið heimili sín á Gaza, enda hefur Ísraelsstjórn lýst því yfir algjöru umsátri og að íbúum verði neitað um vatn, mat, rafmagn, eldsneyti og aðrar nauðsynjar. Hamas-samtökin hafa fyrir sitt leiti hótað því að myrða þá gísla sem var rænt á laugardag ef Ísrael ræðst á almenna borgara á Gaza.

Eins og við var að búast hefur hiti hlaupið í umræðurnar um langvarandi átök Ísraelsmanna og Palestínumanna og ljóst að menn hafa afar ólíka sýn á atburði helgarinnar, söguna og framhaldið.

Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi og fyrrverandi formaður Samtaka herstöðvarandstæðinga, og Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður, voru gestir Pallborðsins í beinni útsendingu á Vísi í dag, þar sem þess var freistað að kryfja málið og greina.

Horfa má á þáttinn í heild sinni hér:

Klippa: Pallborðið: Átök Ísraelsmanna og Hamas



Fleiri fréttir

Sjá meira


×