Neytendur

Per­sónu­af­sláttur og þrepa­mörk hækka

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Vegna verðbólgu á yfirstandandi ári muni skattleysis-og þrepamörk hækka umtalsvert næstu áramót.
Vegna verðbólgu á yfirstandandi ári muni skattleysis-og þrepamörk hækka umtalsvert næstu áramót. Vísir/Vilhelm

Gert er ráð fyrir því í árs­byrjun 2024 að per­sónu­af­sláttur hækki um rúm­lega fimm þúsund krónur á mánuði og að skatt­leysis­mörk hækki um rúm­lega 16 þúsund krónur.

Í fjár­laga­frum­varpi ársins 2024 eru á­ætlaðar tekjur af tekju­skatti ein­stak­linga 277,2 milljarðar króna. Þar segir að vel hafi árað á vinnu­markaði það sem af er ári, laun hafi hækkað, fjöldi vinnu­stunda aukist og at­vinnu­leysi haldist lítið.

Inn­heimta stað­greiðslu hafi því verið með besta móti. Vegna verð­bólgu á yfir­standandi ári muni skatt­leysis-og þrepa­mörk hækka um­tals­vert næstu ára­mót vegna áður lög­festra breytinga um þróun við­miðunar­fjár­hæða.

Önnur breyting, sem tók gildi fyrir tekju­árið 2022, fól meðal annars í sér að þrepa­mörk hækka sem nemur verð­bólgu­stigi við lok hvers árs að við­bættu 1 prósents fram­leiðni­við­miði. Henni er ætlað að koma í veg fyrir raun­s­katt­skrið og verja kaup­mátt launa.

Þjóð­hags­spá geri ráð fyrir 7,4 prósenta verð­bólgu í lok árs. Því er á­ætlað að per­sónu­af­sláttur og þrepa­mörk hækki um 8,5 prósent fyrir árið 2024.

Gert er ráð fyrir því að ein­stak­lingur með 500 þúsund í mánaðar­tekjur muni því greiða 7.314 kr. minna í skatt í janúar 2024 en hann gerði í desember 2023.


Tengdar fréttir

Gisti­n­átta­skattur á skemmti­­ferða­­skip í fyrsta sinn

Gisti­n­átta­skattur sem felldur var niður á tímum heims­far­aldurs verður tekinn aftur upp um ára­mót. Þá mun hann einnig leggjast á skemmti­ferða­skip, í fyrsta sinn. Á­ætlað er að hann skili 1,5 milljarði króna í þjóðar­búið.

Gert ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum

Gert er ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum í nýju fjár­laga­frum­varpi. Inn­leitt verður nýtt tekju­öflunar­kerfi í tveimur á­föngum. Fjár­mála­ráð­herra segir ríkið hafa gefið of mikið eftir af heildar­tekjum vegna raf­bíla. Áfram verði hagkvæmara að eiga rafbíl.

Á­fengis-og tóbaks­gjöld hækka

Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×