Stjórnendur farið langt yfir strikið Bjarki Sigurðsson skrifar 2. september 2023 11:05 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir brot á samkeppnislögum vera aðför að neytendum. Vísir/Sigurjón Formaður Neytendasamtakanna telur samráð Samskipa og Eimskip hafa skilað sér til neytenda með hærra vöruverði. Hann segir það sorglegt að stjórnendur fyrirtækjanna tveggja hafi hagað sér með þessum hætti. Á fimmtudag var greint frá rúmlega fjögurra milljarða sekt Samskipa vegna brota á samkeppnislögum. Með samráði við annað flutningafélag, Eimskip, hækkuðu félögin verð gagnvart viðskiptavinum sínum en félögin tvö eru næstum allsráðandi á íslenskum flutningamarkaði. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir brotin sem fyrirtækið gerðist uppvíst að vera aðför að neytendum. Miklar líkur séu á að hækkað verð á flutningum skili sér til neytenda í hækkuðu vöruverði. „Það er náttúrulega alveg galið að svona samráð eigi sér stað og það sýnir sig hversu mikilvægt er að það sé virkt aðhald á markaðinum til þess að veita fyrirtækjum aðhald hér á Íslandi. Það er alveg ótrúlegt hvað margir stjórnendur stórra fyrirtækja, ef maður lítur á söguna í gegnum tíðina, hafa farið yfir strikið. Eins og í þessu tilviki virðist vera sem að það hafi verið farið alveg rækilega og langt yfir strikið,“ segir Breki. Það sé mikilvægt fyrir Íslendinga að geta treyst á virka samkeppni þar sem venjulega eru aðeins þrjú eða fjögur fyrirtæki á hverju sviði. Efla þurfi eftirlit því mörg fyrirtæki veigri sér ekki við því að brjóta samkeppnislög. „Þetta er bara afar sorglegt að stjórnendur fyrirtækja skuli haga sér á svona hátt og brjóta svona á okkur neytendum. Brot á samkeppnislögum er aðför að neytendum,“ segir Breki. Neytendur Skipaflutningar Samkeppnismál Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Tengdar fréttir Leggja til leiðir til að auka samkeppni Samkeppniseftirlit Íslands leggur til að stjórnvöld grípi til aðgerða til að efla samkeppni á flutningamarkaði með ýmsum aðgerðum. Er það sagt vera mikilvægt og þá meðal annars vegna hækkana á vöruverði síðustu mánuði. 1. september 2023 15:50 Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði Sterkar vísbendingar eru um að ólöglegt samráð skipafélaganna Samskipa og Eimskipa hafi valdið fyrirtækjum í innflutningi og útflutningi stórfelldu tjóni, að mati Félags atvinnurekenda. Félagið hefur hvatt félagsmenn sína til þess að kanna hvort þau fái tjón sitt bætt frá félögunum. 1. september 2023 11:09 Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. 1. september 2023 12:05 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Á fimmtudag var greint frá rúmlega fjögurra milljarða sekt Samskipa vegna brota á samkeppnislögum. Með samráði við annað flutningafélag, Eimskip, hækkuðu félögin verð gagnvart viðskiptavinum sínum en félögin tvö eru næstum allsráðandi á íslenskum flutningamarkaði. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir brotin sem fyrirtækið gerðist uppvíst að vera aðför að neytendum. Miklar líkur séu á að hækkað verð á flutningum skili sér til neytenda í hækkuðu vöruverði. „Það er náttúrulega alveg galið að svona samráð eigi sér stað og það sýnir sig hversu mikilvægt er að það sé virkt aðhald á markaðinum til þess að veita fyrirtækjum aðhald hér á Íslandi. Það er alveg ótrúlegt hvað margir stjórnendur stórra fyrirtækja, ef maður lítur á söguna í gegnum tíðina, hafa farið yfir strikið. Eins og í þessu tilviki virðist vera sem að það hafi verið farið alveg rækilega og langt yfir strikið,“ segir Breki. Það sé mikilvægt fyrir Íslendinga að geta treyst á virka samkeppni þar sem venjulega eru aðeins þrjú eða fjögur fyrirtæki á hverju sviði. Efla þurfi eftirlit því mörg fyrirtæki veigri sér ekki við því að brjóta samkeppnislög. „Þetta er bara afar sorglegt að stjórnendur fyrirtækja skuli haga sér á svona hátt og brjóta svona á okkur neytendum. Brot á samkeppnislögum er aðför að neytendum,“ segir Breki.
Neytendur Skipaflutningar Samkeppnismál Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Tengdar fréttir Leggja til leiðir til að auka samkeppni Samkeppniseftirlit Íslands leggur til að stjórnvöld grípi til aðgerða til að efla samkeppni á flutningamarkaði með ýmsum aðgerðum. Er það sagt vera mikilvægt og þá meðal annars vegna hækkana á vöruverði síðustu mánuði. 1. september 2023 15:50 Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði Sterkar vísbendingar eru um að ólöglegt samráð skipafélaganna Samskipa og Eimskipa hafi valdið fyrirtækjum í innflutningi og útflutningi stórfelldu tjóni, að mati Félags atvinnurekenda. Félagið hefur hvatt félagsmenn sína til þess að kanna hvort þau fái tjón sitt bætt frá félögunum. 1. september 2023 11:09 Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. 1. september 2023 12:05 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Leggja til leiðir til að auka samkeppni Samkeppniseftirlit Íslands leggur til að stjórnvöld grípi til aðgerða til að efla samkeppni á flutningamarkaði með ýmsum aðgerðum. Er það sagt vera mikilvægt og þá meðal annars vegna hækkana á vöruverði síðustu mánuði. 1. september 2023 15:50
Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði Sterkar vísbendingar eru um að ólöglegt samráð skipafélaganna Samskipa og Eimskipa hafi valdið fyrirtækjum í innflutningi og útflutningi stórfelldu tjóni, að mati Félags atvinnurekenda. Félagið hefur hvatt félagsmenn sína til þess að kanna hvort þau fái tjón sitt bætt frá félögunum. 1. september 2023 11:09
Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. 1. september 2023 12:05