Ísafjarðartröllið snýr ekki aftur heim til þess að verða hetjan Aron Guðmundsson skrifar 23. ágúst 2023 08:00 Sigurður Gunnar Þorsteinsson í leik með Tindastól Vísir/Bára Sigurður Gunnar Þorsteinsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í körfubolta og fjórfaldur Íslandsmeistari snýr aftur á heimaslóðir og leggur liði Vestra á Ísafirði lið í komandi baráttu liðsins í 2.deildinni. Sigurður segist ekki koma inn í lið Vestra til þess að verða einhver hetja, hann ætlar þó leggja sitt á vogarskálarnar til þess að hjálpa til við að byggja félagið upp á nýjan leik „Þessi möguleiki kom upp í byrjun júlí í fjölskyldufríi, hvort að ég gæti hugsað mér að snúa aftur vestur,“ segir Sigurður Gunnar í samtali við Vísi. „Staðan var sú að okkur fjölskyldunni langaði ekki að flytjast búferlum til Reykjavíkur og að sama skapi reyndist það ansi góð tilhugsun að vera nærri fjölskyldunni minni á Ísafirði og því slógum við til.“ Sigurður snýr því aftur á heimaslóðirnar á Ísafirði. Þar hófst ferill hans með liði KFÍ sem nú er orðið að Vestra. Skælbrosandi Sigurður mættur aftur á heimaslóðirnarMynd: Vestri Hvernig er tilfinningin hjá þér fyrir því að snúa aftur heim til Ísafjarðar? „Maður er bæði spenntur og er að upplifa ákveðna nostalgíu tilfinningu fyrir þessu. Það er ákveðin uppbygging í gangi hjá félaginu, uppbygging sem snýr að því að koma félaginu aftur á réttan stað. Að geta hjálpað til við það er spennandi verkefni.“ Vestri, sem hefur verið reglulegur þátttakandi í 1.deild og jafnvel efstu deild, finnur sig nú á fremur ókunnugum slóðum í 2.deild. Fóru aftur í grunninn Stjórn körfuknattleiksdeildar félagsins óskaði eftir því, sumarið 2022, við mótanefnd KKÍ að fá að færa sig niður um deild í 2.deildina og einblínir félagið nú á að byggja upp lið í kringum kjarna af ungu leikmönnum félagsins í bland við reynslumeiri leikmenn. Í þann hóp virðist Sigurður Gunnar, sem hlaut uppeldi sitt í körfubolta á Ísafirði, smellpassa og mun hann án efa koma að borðinu með reynslu frá sínum atvinnu- og landsliðsferli og miðla til næstu kynslóðar leikmanna á Ísafirði. „Ég er mjög spenntur fyrir því að verða hluti af þessum hóp. Það er kjarni af ungum leikmönnum þarna til staðar og svo verð ég þarna ásamt einum kana. Okkur er falið það verkefni að koma Vestra aftur upp um deild og ég býst við verðugu verkefni fram undan. Þekking mín á 2.deildinni er ekkert svakalega mikil og því veit ég ekki alveg nákvæmlega hvað ég er að fara út í en ég tel það alveg gerlegt fyrir okkur að gera atlögu að 1.deildinni.“ Ekki að fara slaka á Félagsskiptin komu án efa mörgum á óvart en Sigurður Gunnar var hluti af liði Tindastóls sem varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili. Þú ert ekkert að fara aftur heim til Ísafjarðar til þess að slaka á er það? „Nei alls ekki. Þegar að þessi kostur kom upp á borðið þá virkaði það bara fullkomlega, bæði fyrir mig sem leikmann en einnig fyrir okkur fjölskylduna, að geta sest að á Ísafirði. Að sama skapi er ég ekkert að koma heim til þess að vera einhver hetja. Ég er að snúa aftur heim til þess að hjálpa til við að byggja upp félagið á nýjan leik en það er ekki bara mitt verkefni. Við þurfum öll að taka höndum saman og ég mun gera mitt í að miðla minni reynslu til yngri leikmanna.“ Vestri Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Sjá meira
„Þessi möguleiki kom upp í byrjun júlí í fjölskyldufríi, hvort að ég gæti hugsað mér að snúa aftur vestur,“ segir Sigurður Gunnar í samtali við Vísi. „Staðan var sú að okkur fjölskyldunni langaði ekki að flytjast búferlum til Reykjavíkur og að sama skapi reyndist það ansi góð tilhugsun að vera nærri fjölskyldunni minni á Ísafirði og því slógum við til.“ Sigurður snýr því aftur á heimaslóðirnar á Ísafirði. Þar hófst ferill hans með liði KFÍ sem nú er orðið að Vestra. Skælbrosandi Sigurður mættur aftur á heimaslóðirnarMynd: Vestri Hvernig er tilfinningin hjá þér fyrir því að snúa aftur heim til Ísafjarðar? „Maður er bæði spenntur og er að upplifa ákveðna nostalgíu tilfinningu fyrir þessu. Það er ákveðin uppbygging í gangi hjá félaginu, uppbygging sem snýr að því að koma félaginu aftur á réttan stað. Að geta hjálpað til við það er spennandi verkefni.“ Vestri, sem hefur verið reglulegur þátttakandi í 1.deild og jafnvel efstu deild, finnur sig nú á fremur ókunnugum slóðum í 2.deild. Fóru aftur í grunninn Stjórn körfuknattleiksdeildar félagsins óskaði eftir því, sumarið 2022, við mótanefnd KKÍ að fá að færa sig niður um deild í 2.deildina og einblínir félagið nú á að byggja upp lið í kringum kjarna af ungu leikmönnum félagsins í bland við reynslumeiri leikmenn. Í þann hóp virðist Sigurður Gunnar, sem hlaut uppeldi sitt í körfubolta á Ísafirði, smellpassa og mun hann án efa koma að borðinu með reynslu frá sínum atvinnu- og landsliðsferli og miðla til næstu kynslóðar leikmanna á Ísafirði. „Ég er mjög spenntur fyrir því að verða hluti af þessum hóp. Það er kjarni af ungum leikmönnum þarna til staðar og svo verð ég þarna ásamt einum kana. Okkur er falið það verkefni að koma Vestra aftur upp um deild og ég býst við verðugu verkefni fram undan. Þekking mín á 2.deildinni er ekkert svakalega mikil og því veit ég ekki alveg nákvæmlega hvað ég er að fara út í en ég tel það alveg gerlegt fyrir okkur að gera atlögu að 1.deildinni.“ Ekki að fara slaka á Félagsskiptin komu án efa mörgum á óvart en Sigurður Gunnar var hluti af liði Tindastóls sem varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili. Þú ert ekkert að fara aftur heim til Ísafjarðar til þess að slaka á er það? „Nei alls ekki. Þegar að þessi kostur kom upp á borðið þá virkaði það bara fullkomlega, bæði fyrir mig sem leikmann en einnig fyrir okkur fjölskylduna, að geta sest að á Ísafirði. Að sama skapi er ég ekkert að koma heim til þess að vera einhver hetja. Ég er að snúa aftur heim til þess að hjálpa til við að byggja upp félagið á nýjan leik en það er ekki bara mitt verkefni. Við þurfum öll að taka höndum saman og ég mun gera mitt í að miðla minni reynslu til yngri leikmanna.“
Vestri Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Sjá meira