Innherji

Markaðurinn klofinn hversu langt verður gengið við næstu vaxta­hækkun

Hörður Ægisson skrifar
Markaðurinn togast á um hvort Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, ásamt öðrum nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans, muni hækka vexti bankans um 25 eða 50 punkta næstkomandi miðvikudag.
Markaðurinn togast á um hvort Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, ásamt öðrum nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans, muni hækka vexti bankans um 25 eða 50 punkta næstkomandi miðvikudag.

Skiptar skoðanir eru á því hvort lækkandi verðbólga og kólnun á húsnæðismarkaði, ásamt vísbendingum um minnkandi einkaneyslu, séu nægjanlegt tilefni fyrir peningastefnunefnd Seðlabankans til að fara í minnstu mögulegu vaxtahækkun eftir þann harða tón sem hún sendi frá sér í lok maí. Naumur meirihluti markaðsaðila væntir þess, samkvæmt könnun Innherja, að vextir bankans verði hækkaðir um 25 punkta á miðvikudaginn á meðan aðrir telja að hann eigi engra annarra kosta völ en að ráðast í 50 punkta hækkun með hliðsjón af óbreyttu verðbólguálagi og mikilvægi þess að ná upp raunstýrivöxtum.


Tengdar fréttir

Spá 50 punkta vaxta­hækkun vegna stöðunnar á vinnu­markaði

Þrátt fyrir það að árstaktur verðbólgunnar hafi lækkað þrjá mánuði í röð er líklegasta niðurstaðan á næsta vaxtaákvörðunarfundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að nefndin hækki vexti um 50 punkta. Þetta er mat skuldabréfamiðlunar Arion banka sem bendir á að Seðlabankinn geti ekki horfti fram hjá því að vinnumarkaðurinn er enn á „yfirsnúningi“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×