Sterkasta lausafjárstaða í sögu Icelandair Máni Snær Þorláksson skrifar 20. júlí 2023 17:49 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair group. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Icelandair hagnaðist um 1,9 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2023. Um er að ræða bestu afkomu félagsins á þeim ársfjörðungi síðan 2016. Forstjóri Icelandair segist stoltur af rekstrarniðurstöðunni. Fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu að hreinar rekstrartekjur félagsins voru 2,9 milljarðar króna og jukust þær um 2,7 milljarða króna á milli ára. Þá var hagnaður eftir skatta 1,9 milljarðar króna samanborið við 520 milljóna hagnaði á öðrum ársfjórðungi síðasta árs. Góð arðsemi hafi verið af leiguflugstarfsemi en tekjur hennar jukust um 41 prósent milli ára. Fraktstarfsemi félagsins hafi hins vegar verið krefjandi og haft neikvæð áhrif á afkomu ársfjórðungsins. Þá leiddi seinkun á innkomu flugvéla fyrir háannatímabilið til 1,1 milljarðs króna einskiptiskostnaðar. Flugframboð í farþegaleiðakerfinu jókst um 17 prósent á milli ára. Farþegar voru 1,2 milljónir en það er 19 prósent meira en á sama fjórðungi á síðasta ári. Sætanýting var 83,96 prósent en fram kemur í tilkynningunni að mikil eftirspurn hafi verið frá Norður-Ameríku. Einnig segir að stjóðstreymi sé öflugt og að lausafjárstaða hafi aldrei verið sterkari í sögu félagsins, 71,3 milljarðar króna. Bókunarstaða næstu sex mánuði sé sterk og töluvert betri en á sama tíma í fyrra. Vefstreymi á kynningu á uppgjörinu verður föstudaginn 21. júlí næstkomandi kl. 8:30 og verður aðgengilegt á heimasíðu Icelandair Group. Horfurnar fyrir seinni hluta árs séu góðar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vera stoltur af niðurstöðunni sem sé árangur þrotlausrar vinnu starfsfólks félagsins. Það sé ljóst að uppgjörið sýni ótvírætt mjög sterkan undirliggjandi rekstrarárangur sem gefi ástæðu til bjartsýni fyrir komandi misserum. „Það má með sanni segja að fyrstu sex mánuðir ársins hafi verið viðburðarríkir við undirbúning stærstu flugáætlunar í sögu félagsins í sumar þegar kemur að fjölda áfangastaða og tíðni. Við kynntum fimm nýja áfangastaði, bættum sex flugvélum við flotann, fluttum 1,8 milljónir farþega og tókum á móti hátt í 1.200 nýjum starfsmönnum.“ Þá segir Bogi að horfurnar fyrir seinni hluta ársins séu góðar. Eftirspurn eftir flugi til og frá Íslandi hafi verið mikil undanfarna mánuði. Flugframboð um Keflavíkurflugvöll hafi aukist hratt og í sumar sé það 20 prósent umfram framboðið á sama tíma árið 2019. „Gert er ráð fyrir enn meiri aukningu í vetur miðað við 2019. Búist er við að þessi þróun muni hafa áhrif á fargjöld og tekjuvöxt á einhverjum mörkuðum seinni hluta ársins. Við erum hins vegar í sterkri stöðu, nú sem fyrr, til að laga okkur að markaðsaðstæðum hverju sinni með öflugum innviðum, mjög sterkri lausafjárstöðu og framúrskarandi starfsfólki.“ Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu að hreinar rekstrartekjur félagsins voru 2,9 milljarðar króna og jukust þær um 2,7 milljarða króna á milli ára. Þá var hagnaður eftir skatta 1,9 milljarðar króna samanborið við 520 milljóna hagnaði á öðrum ársfjórðungi síðasta árs. Góð arðsemi hafi verið af leiguflugstarfsemi en tekjur hennar jukust um 41 prósent milli ára. Fraktstarfsemi félagsins hafi hins vegar verið krefjandi og haft neikvæð áhrif á afkomu ársfjórðungsins. Þá leiddi seinkun á innkomu flugvéla fyrir háannatímabilið til 1,1 milljarðs króna einskiptiskostnaðar. Flugframboð í farþegaleiðakerfinu jókst um 17 prósent á milli ára. Farþegar voru 1,2 milljónir en það er 19 prósent meira en á sama fjórðungi á síðasta ári. Sætanýting var 83,96 prósent en fram kemur í tilkynningunni að mikil eftirspurn hafi verið frá Norður-Ameríku. Einnig segir að stjóðstreymi sé öflugt og að lausafjárstaða hafi aldrei verið sterkari í sögu félagsins, 71,3 milljarðar króna. Bókunarstaða næstu sex mánuði sé sterk og töluvert betri en á sama tíma í fyrra. Vefstreymi á kynningu á uppgjörinu verður föstudaginn 21. júlí næstkomandi kl. 8:30 og verður aðgengilegt á heimasíðu Icelandair Group. Horfurnar fyrir seinni hluta árs séu góðar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vera stoltur af niðurstöðunni sem sé árangur þrotlausrar vinnu starfsfólks félagsins. Það sé ljóst að uppgjörið sýni ótvírætt mjög sterkan undirliggjandi rekstrarárangur sem gefi ástæðu til bjartsýni fyrir komandi misserum. „Það má með sanni segja að fyrstu sex mánuðir ársins hafi verið viðburðarríkir við undirbúning stærstu flugáætlunar í sögu félagsins í sumar þegar kemur að fjölda áfangastaða og tíðni. Við kynntum fimm nýja áfangastaði, bættum sex flugvélum við flotann, fluttum 1,8 milljónir farþega og tókum á móti hátt í 1.200 nýjum starfsmönnum.“ Þá segir Bogi að horfurnar fyrir seinni hluta ársins séu góðar. Eftirspurn eftir flugi til og frá Íslandi hafi verið mikil undanfarna mánuði. Flugframboð um Keflavíkurflugvöll hafi aukist hratt og í sumar sé það 20 prósent umfram framboðið á sama tíma árið 2019. „Gert er ráð fyrir enn meiri aukningu í vetur miðað við 2019. Búist er við að þessi þróun muni hafa áhrif á fargjöld og tekjuvöxt á einhverjum mörkuðum seinni hluta ársins. Við erum hins vegar í sterkri stöðu, nú sem fyrr, til að laga okkur að markaðsaðstæðum hverju sinni með öflugum innviðum, mjög sterkri lausafjárstöðu og framúrskarandi starfsfólki.“
Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Sjá meira