Atvinnulíf

Þegar klukkan tifar mjög hægt á föstudegi

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Ef þú sérð fram á að dagurinn í dag verði langur og leiðinlegur föstudagur í vinnunni, er um að gera að breyta því. Og jafnvel þannig að þú smitir vinnufélagana með þér í verkefnið.
Ef þú sérð fram á að dagurinn í dag verði langur og leiðinlegur föstudagur í vinnunni, er um að gera að breyta því. Og jafnvel þannig að þú smitir vinnufélagana með þér í verkefnið. Vísir/Getty

Það koma föstudagar í vinnunni sem líða ótrúlega hægt. Við erum spennt fyrir helginni, margt á döfinni og rólegt að gera hvort eð er. Fyrir utan það að það vantar líka helminginn af vinnufélögunum því þeir eru í fríi.

Svona föstudagar geta verið mjög langir.

Þar sem klukkan virðist tifa ótrúlega hægt.

En hér eru nokkur ráð til að lifa af daginn.

Geymdu eitthvað skemmtilegt fram yfir miðjan dag

Ef það er eitthvað sérstaklega skemmtilegt sem þú þarft að gera í dag, verkefni, símtal, svara tölvupósti eða annað, geymdu það þá fram að miðjum degi. Þannig býrðu til tilhlökkun yfir því að eiga eitthvað skemmtilegt eftir í dag.

Kíktu á mánudagslistann

Er eitthvað á listanum þínum fyrir næstu viku sem væri upplagt að klára í dag? Eða væri kannski bara upplagt að búa til verkefnalistann fyrir alla næstu viku í dag? Þetta gæti verið ein leið til að gleyma sér aðeins.

Smá uppbrot á deginum

Síðan er hægt að finna eitthvað sem þú ert ekki vanur/vön að gera oft. Þetta gæti verið að taka aðeins til á vinnuaðstöðunni, jafnvel að sortera úr efstu skúffunni og henda.

Eða að hitta einhvern í hádeginu.

Eða að fara í göngutúr í kaffinu í kringum vinnustaðinn.

Eða að gefa þrjú hrós.

Að gera okkur upptekin með því að gera eitthvað sem við erum ekki vön að gera á hverjum degi getur hjálpað okkur að finna kátínu tilfinningu frekar en leiða og bið.

Brostu og vertu Pétur Jóhann í dag

Enn annað einfalt ráð er að fara í sérstakt bros-átak í dag. Hvernig verður vinnufélögunum til dæmis við ef þú einfaldlega brosir út í eitt framan í alla? Þetta gæti reyndar vakið upp hlátur og fyndni, segðu frá því upphátt að þú sért að brosa sérstaklega framan í heiminn í dag. Því rannsóknir hafa sýnt að brosið gleður og kætir, okkur sjálf og aðra.

Vittu til; að brosa virkar.

Hvernig fer annars Pétur Jóhann að þessu þegar hann heimsækir starfstöðvar til að gleðja fólk? Það eru allar líkur á að hann skælbrosi framan í alla og taki upp létt spjall. Sem virkar.

Hvers vegna tekur þú ekki að þér þetta hlutverk í vinnunni í dag? Því það eru allar líkur á að það séu fleiri vinnufélagar að hugsa nákvæmlega það sama og þú: Að klukkan tifi hægt og frekar langur og leiðinlegur föstudagur í gangi.

Eða hvað?


Tengdar fréttir

Svona gengur okkur best í vinnunni

Við viljum öll standa okkur vel en það er óþarfi að bíða eftir árlegu frammistöðumati í vinnunni til að setja okkur markmið eða átta okkur betur á því hvernig við stöndum okkur.

„Gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk“

Þau er vægast sagt frábær ráðin sem tveir forkólfar í atvinnulífinu gefa sér yngri stjórnendum í Atvinnulífinu í dag. En það eru þau Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa.

Að brosa til viðskiptavina

Það er ekki bara jákvætt fyrir viðskiptavini að brosa í vinnunni heldur eykur brosið líka okkar eigin vellíðan og hefur oftar en ekki áhrif á það að okkur gengur betur í vinnunni en ella.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×