Twitter hótar lögsókn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júlí 2023 07:39 Elon Musk, eigandi Twitter, segist ekki taka samkeppni illa en að svindl sé ekki í lagi. Getty/Chesnot Samfélagsmiðillinn Twitter hefur hótað samfélagsmiðlafyrirtækinu Meta lögsókn vegna nýs forrits sem kallast Threads eða „Þræðir“. Segir Twitter að uppbygging miðilsins gangi í berhögg við höfundarrétt þess. Nokkurs konar kapphlaup á sér nú stað á samfélagmiðlamarkaði þar sem fyrirtæki reyna að nýta sér ófarir Twitter undir stjórn auðkýfingsins Elons Musk. Meta, stærsta samfélagsmiðlafyrirtæki í heimi sem á bæði Facebook og Instagram, kynnti Threads til sögunnar í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar í vikunni. Í bréfi lögfræðings Twitter til Meta segir að Twitter hafi notfært sér höfundarverk og trúnaðarupplýsingar af ásettu ráði og ráðið tugi fyrrverandi starfsmanna Twitter til starfa við þróun forritsins. „Twitter mun leita réttar síns vegna hugverka sinna og krefst þess að Meta grípi tafarlaust til aðgerða til að hætta að nota viðskiptaleyndarmál eða aðrar trúnaðarupplýsingar,“ segir í bréfinu. Threads svipar til Twitter sem byggist á tiltölulega stuttum textafærslum. Hámarksfjöldi stafabila á Threads er 500, umtalsvert meira en 280 stafabilin á Twitter. Þar er einnig hægt að deila hlekkjum, myndum og allt að fimm mínútna löngum myndböndum. Elon Musk, eigandi Twitter, sagði í færslu á eigin miðli í gær að samkeppni væri í lagi en svindl væri það ekki. Competition is fine, cheating is not— Elon Musk (@elonmusk) July 6, 2023 Samfélagsmiðlar Bandaríkin Meta Twitter Mest lesið Ráðist í athugun hjá Skel vegna meintrar markaðsskiptingar Viðskipti innlent Hefur lokið störfum hjá Viðreisn en vill vera á lista Viðskipti innlent Nýir eigendur Skagans stefna á að hefja starfsemi í nóvember Viðskipti innlent Segir aðför Eflingar með ólíkindum Viðskipti innlent B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Atvinnulíf Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Samstarf Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Neytendur Icelandair í samstarf við þjóðarflugfélag Portúgals Viðskipti innlent United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskipti erlent Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Sjá meira
Nokkurs konar kapphlaup á sér nú stað á samfélagmiðlamarkaði þar sem fyrirtæki reyna að nýta sér ófarir Twitter undir stjórn auðkýfingsins Elons Musk. Meta, stærsta samfélagsmiðlafyrirtæki í heimi sem á bæði Facebook og Instagram, kynnti Threads til sögunnar í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar í vikunni. Í bréfi lögfræðings Twitter til Meta segir að Twitter hafi notfært sér höfundarverk og trúnaðarupplýsingar af ásettu ráði og ráðið tugi fyrrverandi starfsmanna Twitter til starfa við þróun forritsins. „Twitter mun leita réttar síns vegna hugverka sinna og krefst þess að Meta grípi tafarlaust til aðgerða til að hætta að nota viðskiptaleyndarmál eða aðrar trúnaðarupplýsingar,“ segir í bréfinu. Threads svipar til Twitter sem byggist á tiltölulega stuttum textafærslum. Hámarksfjöldi stafabila á Threads er 500, umtalsvert meira en 280 stafabilin á Twitter. Þar er einnig hægt að deila hlekkjum, myndum og allt að fimm mínútna löngum myndböndum. Elon Musk, eigandi Twitter, sagði í færslu á eigin miðli í gær að samkeppni væri í lagi en svindl væri það ekki. Competition is fine, cheating is not— Elon Musk (@elonmusk) July 6, 2023
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Meta Twitter Mest lesið Ráðist í athugun hjá Skel vegna meintrar markaðsskiptingar Viðskipti innlent Hefur lokið störfum hjá Viðreisn en vill vera á lista Viðskipti innlent Nýir eigendur Skagans stefna á að hefja starfsemi í nóvember Viðskipti innlent Segir aðför Eflingar með ólíkindum Viðskipti innlent B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Atvinnulíf Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Samstarf Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Neytendur Icelandair í samstarf við þjóðarflugfélag Portúgals Viðskipti innlent United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskipti erlent Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Sjá meira