Innlent

Skjálfti 3,6 að stærð í Mýr­dals­jökli

Atli Ísleifsson skrifar
Nokkur virkni hefur verið í Mýrdalsjökli síðustu vikur.
Nokkur virkni hefur verið í Mýrdalsjökli síðustu vikur. Vísir/Vilhelm

Skjálfti 3,6 að stærð varð í Mýrdalsjökli klukkan 7:42 í morgun. Honum fylgdi svo nokkrir minni skjálftar.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar kemur fram að stærsti skjálftinn hafi fundist í Básum á Goðalandi.

„Nokkur virkni hefur verið í Mýrdalsjökli síðustu vikur og varð síðast skjálfti af sömu stærðargráðu þann 24. júní sl. Frá áramótum hafa átta skjálftar mælst yfir 3 í Mýrdalsjökli. Enginn órói fylgir þessum skjálftum,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×