Erlent

Ted Kaczynski er látinn

Árni Sæberg skrifar
Kaczynski var hantekinn árið 1995.
Kaczynski var hantekinn árið 1995. John Youngbear/AP

Bandaríski hryðjuverkamaðurinn Ted Kaczynski, sem þekktur var undir hryðjuverkamannsnafninu Unabomber, er látinn. Hann myrti þrjá og slasaði 23 með bréfasprengjum á árunum 1978 til 1995.

Kaczynski var dæmdur í fangelsi til lífstíðar án möguleika á reynslulausn árið 1996. Hann hefur verið heilsulítill undanfarin ár og fannst látinn í klefa sínum í morgun, 81 árs að aldri. Breska ríkissjónvarpið greinir frá.

Kaczynski varði drjúgum hluta fangelsisvistar sinnar í öryggisfangelsinu í Florence í Colorado, þar sem alræmdustu glæpamenn Bandaríkjanna hafa verið geymdir í gegnum tíðina. Meðal samfanga hans voru þeir Ramzi Yousef, sem sprengdi öfluga sprengju í World Trade Center árið 1993, og Zacarias Moussaoui sem hefði flogið fimmtu flugvélinni á Hvíta húsið 11. september hefði hann ekki verið handtekinn í flugskólanum nokkrum vikum áður.

Hann hefur lengi verið bandarísku þjóðinni hugfanginn og um hann hefur verið gerður fjöldinn allur af heimildarmyndum og -þáttaröðum. Þekktust þeirra er sennilega leikna Netflix-þáttaröðin Manhunt: Unabomber, þar sem Paul Bettany fór með hlutverk hryðjuverkamannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×