Tók eftir lækkunum samkeppnisaðila í aðdraganda Verðgáttar Bjarki Sigurðsson skrifar 8. júní 2023 21:01 Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Bónus segist hafa tekið eftir verðbreytingum hjá samkeppnisaðilum í aðdraganda birtingu Verðgáttar. Rekstrarstjóri Nettó vísar ásökununum á bug. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld var fjallað um vísbendingar um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt örfáum dögum áður en Verðgáttin var gerð aðgengileg almenningi. Í Verðgáttinni er hægt að bera saman verð nokkurra vara í verslunum Bónus, Krónunnar og Nettó. Sagði þar Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, að gögnin bentu á svokallaða verðþjöppun í verði á umræddum vörum áður en Verðgáttin fór í loftið. „Ég vil byrja á því að benda á að við fengum sendan þennan lista með þessum vörum sirka mánuði síðan. Ég tók eftir því að frá því að listinn kom út að samkeppnisaðilar fóru að lækka verð sín á þessum vörum og færðu sig nær Bónus,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, en gögnin sýna að oftar en ekki var verð sem benti til verðþjöppunar aðlagað að verði Bónus. Hann bendir á að vörurnar sem finna má í Verðgáttinni samsvari af tíu prósent af heildarveltu Bónus. Þá sé framleiðni þessara vara einnig um tíu prósent. „Það segir okkur það að Bónus ber ábyrgð á tíu prósent af endanlegu útsöluverði vörunnar. Tæplega níutíu prósent skýrast af öðrum þáttum eins og álagningu birgja og álagningu framleiðanda,“ segir Guðmundur. Klippa: Tók eftir lækkun hjá samkeppnisaðilum í aðdraganda Verðgáttarinnar Í skriflegu svari til fréttastofu vísar Heiðar Róbert Birnuson, rekstrarstjóri Nettó, ásökunum um verðsamráð á bug. Forsvarsmenn verslunarinnar séu mjög ánægðir með Verðgáttina þar sem hún auðveldi neytendum að gera verðsamanburð með einföldum hætti. „Markmið okkar hjá Nettó er ávallt að uppfylla þjónustuloforð okkar til viðskiptavina sem er að bjóða samkeppnishæf verð og við vinnum að því alla daga – það þýðir að verðin okkar taka stöðugum breytingum og við fylgjumst vel með samkeppninni til þess að tryggja að við séum að ná markmiðum okkar um að vera samkeppnishæf. Tíðar verðbreytingar endurspegla þvert á móti raunverulega og mjög virka samkeppni á markaðnum,“ segir í svari Heiðars. Fjármál heimilisins Verslun Neytendur Mest lesið Ekki króna í þrotabúi Base parking Viðskipti innlent Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Viðskipti innlent Alma sótti tvo milljarða Viðskipti innlent Árni verður hægri hönd Decks Viðskipti innlent Hafa veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun Viðskipti innlent Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Viðskipti innlent Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Viðskipti innlent Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Viðskipti innlent Hagkaup hefur áfengissölu í dag Viðskipti innlent Arion banki hækkar vexti hressilega Neytendur Fleiri fréttir Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Blekking við neytendur eða leið til að halda „þægilegri verðpunkti“? Óttast að raforkuverð fjórfaldist án inngrips Réttur og öryggi leigjenda aukast á sunnudaginn Mótmæla samráðsummælum Breka og segja þau „haldlaus“ Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Kaupum meira og meira þrátt fyrir mikla verðbólgu Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Temu kaupin getu hæglega orðið að fíkn Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Sleppur við sektir eftir auglýsingu um hundrað prósent lán Orðrómur um Appelsín ósannur Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld var fjallað um vísbendingar um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt örfáum dögum áður en Verðgáttin var gerð aðgengileg almenningi. Í Verðgáttinni er hægt að bera saman verð nokkurra vara í verslunum Bónus, Krónunnar og Nettó. Sagði þar Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, að gögnin bentu á svokallaða verðþjöppun í verði á umræddum vörum áður en Verðgáttin fór í loftið. „Ég vil byrja á því að benda á að við fengum sendan þennan lista með þessum vörum sirka mánuði síðan. Ég tók eftir því að frá því að listinn kom út að samkeppnisaðilar fóru að lækka verð sín á þessum vörum og færðu sig nær Bónus,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, en gögnin sýna að oftar en ekki var verð sem benti til verðþjöppunar aðlagað að verði Bónus. Hann bendir á að vörurnar sem finna má í Verðgáttinni samsvari af tíu prósent af heildarveltu Bónus. Þá sé framleiðni þessara vara einnig um tíu prósent. „Það segir okkur það að Bónus ber ábyrgð á tíu prósent af endanlegu útsöluverði vörunnar. Tæplega níutíu prósent skýrast af öðrum þáttum eins og álagningu birgja og álagningu framleiðanda,“ segir Guðmundur. Klippa: Tók eftir lækkun hjá samkeppnisaðilum í aðdraganda Verðgáttarinnar Í skriflegu svari til fréttastofu vísar Heiðar Róbert Birnuson, rekstrarstjóri Nettó, ásökunum um verðsamráð á bug. Forsvarsmenn verslunarinnar séu mjög ánægðir með Verðgáttina þar sem hún auðveldi neytendum að gera verðsamanburð með einföldum hætti. „Markmið okkar hjá Nettó er ávallt að uppfylla þjónustuloforð okkar til viðskiptavina sem er að bjóða samkeppnishæf verð og við vinnum að því alla daga – það þýðir að verðin okkar taka stöðugum breytingum og við fylgjumst vel með samkeppninni til þess að tryggja að við séum að ná markmiðum okkar um að vera samkeppnishæf. Tíðar verðbreytingar endurspegla þvert á móti raunverulega og mjög virka samkeppni á markaðnum,“ segir í svari Heiðars.
Fjármál heimilisins Verslun Neytendur Mest lesið Ekki króna í þrotabúi Base parking Viðskipti innlent Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Viðskipti innlent Alma sótti tvo milljarða Viðskipti innlent Árni verður hægri hönd Decks Viðskipti innlent Hafa veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun Viðskipti innlent Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Viðskipti innlent Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Viðskipti innlent Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Viðskipti innlent Hagkaup hefur áfengissölu í dag Viðskipti innlent Arion banki hækkar vexti hressilega Neytendur Fleiri fréttir Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Blekking við neytendur eða leið til að halda „þægilegri verðpunkti“? Óttast að raforkuverð fjórfaldist án inngrips Réttur og öryggi leigjenda aukast á sunnudaginn Mótmæla samráðsummælum Breka og segja þau „haldlaus“ Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Kaupum meira og meira þrátt fyrir mikla verðbólgu Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Temu kaupin getu hæglega orðið að fíkn Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Sleppur við sektir eftir auglýsingu um hundrað prósent lán Orðrómur um Appelsín ósannur Sjá meira