Skjern hafði unnið fyrri leik liðanna í einvíginu en í dag höfðu lærisveinar Guðmundar betur.
Fredericia náði forystu í strax í upphafi leiks og lét hana aldrei af hendi. Að lokum vann liðið tveggja marka sigur, 27:25.
Liðin mætast því í hreinum úrslitaleik á næstu dögum um bronsið í dönsku úrvalsdeildinni.