Segir stjórnvöld fórna heimilum ítrekað fyrir bankana Bjarki Sigurðsson skrifar 31. maí 2023 11:36 Ásthildur Lóa Þórsdóttir er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Aukin einkaneysla, þrátt fyrir verðhækkanir, bendir til þess að heimili séu farin að ganga á sparnað sinn til að ná endum saman. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir stöðuna gríðarlega alvarlega. Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi 2023 miðað við sama tímabil síðasta árs. Ekkert lát er á vexti einkaneyslunnar sem áætlað er að hafi aukist um 4,9 prósent frá því á síðasta ári. Samkvæmt skýrslu Hagstofunnar mun það benda til þess að heimili séu að einhverju leyti að ganga á sparnað til þess að ná endum saman þar sem einnig eru umtalsverðar verðhækkanir á neysluvörum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir það ekki þurfa neina skýrslu til að sýna fram á erfiða stöðu heimilanna. Með vaxtahækkunum sé verið að auka gjöld heimilanna um hundruð þúsunda á mánuði. „Það er gríðarlega alvarleg staða. Hvað á svo að gera? Hvað á að gera þegar sparnaðurinn er uppurinn? Þessu tímabili, þessum útgjöldum og þessum vaxtahækkunum er ekki lokið. Það mun taka sinn tíma að fara niður. Þá verður fólk í rauninni í verri stöðu heldur en það var áður. Það er gríðarlega vont að sjá fyrir sér,“ segir Ásthildur Lóa. Hún segir fólk vera orðið heldur örvæntingarfullt. Þá hafi stjórnvöld engan áhuga á að aðstoða heimilin. „Stjórnvöld hafa bara engan áhuga á stöðu heimilanna. Það er nákvæmlega mín skoðun. Þau geta sagt það en aðgerðir tala hærra heldur en orðin og það bara sést að stjórnvöld og seðlabankinn hafa engar áhyggjur af heimilum landsins. Þau eru algjörlega tilbúin til að fórna þeim enn og aftur fyrir bankana,“ segir Ásthildur Lóa. Fjármál heimilisins Neytendur Flokkur fólksins Efnahagsmál Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi 2023 miðað við sama tímabil síðasta árs. Ekkert lát er á vexti einkaneyslunnar sem áætlað er að hafi aukist um 4,9 prósent frá því á síðasta ári. Samkvæmt skýrslu Hagstofunnar mun það benda til þess að heimili séu að einhverju leyti að ganga á sparnað til þess að ná endum saman þar sem einnig eru umtalsverðar verðhækkanir á neysluvörum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir það ekki þurfa neina skýrslu til að sýna fram á erfiða stöðu heimilanna. Með vaxtahækkunum sé verið að auka gjöld heimilanna um hundruð þúsunda á mánuði. „Það er gríðarlega alvarleg staða. Hvað á svo að gera? Hvað á að gera þegar sparnaðurinn er uppurinn? Þessu tímabili, þessum útgjöldum og þessum vaxtahækkunum er ekki lokið. Það mun taka sinn tíma að fara niður. Þá verður fólk í rauninni í verri stöðu heldur en það var áður. Það er gríðarlega vont að sjá fyrir sér,“ segir Ásthildur Lóa. Hún segir fólk vera orðið heldur örvæntingarfullt. Þá hafi stjórnvöld engan áhuga á að aðstoða heimilin. „Stjórnvöld hafa bara engan áhuga á stöðu heimilanna. Það er nákvæmlega mín skoðun. Þau geta sagt það en aðgerðir tala hærra heldur en orðin og það bara sést að stjórnvöld og seðlabankinn hafa engar áhyggjur af heimilum landsins. Þau eru algjörlega tilbúin til að fórna þeim enn og aftur fyrir bankana,“ segir Ásthildur Lóa.
Fjármál heimilisins Neytendur Flokkur fólksins Efnahagsmál Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira