„Stundum þarftu að þjást fyrir það sem þig langar svo mikið í“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2023 07:31 Jimmy Butler treður boltanum í körfuna án þess að Jaylen Brown komi vörnum við. AP/Michael Dwyer Miami Heat er komið í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta eftir öruggan nítján stiga sigur á Boston Celtics, 103-84, í oddaleik í Boston í nótt. Boston Celtics var einum sigri frá því að verða fyrsta liðið í sögunni til að koma til baka eftir að hafa tapað þremur fyrstu leikjunum í seríu. Boston hafði unnið þrjá síðustu leiki og var á heimavelli. Eins og hin 150 liðin sem höfðu byrjað 0-3 eru Celtics menn úr leik. Þetta var líka annað árið í röð sem þessi lið mættust í oddaleik á þessum tímapunkti í úrslitakeppninni en ólíkt því sem gerðist í fyrra þá komst Miami Heat í lokaúrslitin þar sem liðið mætir Denver Nuggets. Jimmy Butler comes up big as the @MiamiHEAT take Game 7 on the road!28 PTS | 7 REB | 6 AST | 3 STLThe #NBAFinals presented by @YouTubeTV Game 1:MIA/DEN: Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/1trjBIliXR— NBA (@NBA) May 30, 2023 Jimmy Butler skoraði 28 stig í leiknum og fékk Larry Bird verðlaunin sem besti leikmaður úrslitaeinvígis Austurdeildarinnar. Caleb Martin var líka frábær í oddaleiknum með 26 stig og 10 fráköst. „Við stóðum saman sem einn hópur. Við töluðum saman sem lið að fara að ná í einn erfiðan sigur á útivelli. Við gerðum það. Við erum alls ekki saddir. Við erum spenntir. Við erum ánægðir. Það er einn eftir,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn. Bam Adebayo var með 12 stig og 10 fráköst hjá Miami en liðið er það fyrsta í 24 ár sem kemst alla leið í úrslitin um titilinn eftir að hafa komið inn í úrslitakeppnina sem áttunda og síðasta liðið. Síðasta liðið til að ná því var New York Knicks 1999. Caleb Martin SHINES as the @MiamiHEAT win Game 7 on the road!26 PTS (Playoff career high)11-16 FG10 REB#NBAFinals presented by @YouTubeTV Game 1:Thursday, 6/1 at 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/leZLxechIp— NBA (@NBA) May 30, 2023 Boston byrjaði leikinn ágætlega en tapaði lokakafla fyrsta leikhlutans 14-4 og Miami skoraði síðan 16 af fyrstu 22 stigum annars leikhluta. Eftir það var Miami var með góð tök á leiknum og kæfði endanlega heimamenn með góðri byrjun á fjórða leikhluta sem þýddi að lokaleikhlutinn varð aldrei spennandi. Derrick White, hetja Boston Celtics úr sjötta leiknum, skoraði 18 stig en Jaylen Brown var stigahæstur með 19 stig. Brown hitti aftur á móti aðeins úr einu af níu þriggja stiga skotum og tapaði átta boltum. Jayson Tatum missteig sig í fyrstu sókn leiksins og haltraði í gegnum allan leikinn með 14 stig og 11 fráköst. Hann hafði skorað 51 stig í oddaleiknum á móti Philadelphia 76ers í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Jimmy SpoThe Heat are Finals bound... Game 1 of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV is Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC!More ECF Game 7 content in the NBA App: https://t.co/PeOTFQxlAy pic.twitter.com/Tgntn4ySpQ— NBA (@NBA) May 30, 2023 „Stundum þarftu að þjást fyrir það sem þig langar svo mikið í. Þetta lið hefur sýnt hugprýði og farið í gegnum vonbrigði og mótlæti en alltaf sýnt þrautseigjuna til að rífa sig upp og hafa samaneinaðan anda til að halda áfram þar til að markmiðinu er náð,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Það er stutt í fyrsta leik lokaúrslitanna sem er á fimmtudaginn i Denver en þar bíða heimamenn í Nuggets sem hafa ekki spilað síðan þeir sópuðu Los Angeles Lakers í sumarfrí 22. maí síðastliðinn. The official schedule of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV!Game 1: Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/psNkHpQGj5— NBA (@NBA) May 30, 2023 NBA Mest lesið Yfirlýsing Alberts: Ákveðinn léttir eftir erfitt ár Fótbolti Miklar líkur á vandræðalegri stöðu fyrir Ísland Fótbolti Þak leikvangsins rifnaði í tætlur Sport Åge ræður hvort kallað verði í Albert Fótbolti Åge óviss varðandi Albert: „Gæti verið ómögulegt“ Fótbolti Heimir um ummæli Dunne: „Ykkar starf að safna áskrifendum“ Fótbolti Finnur Freyr í veikindaleyfi Körfubolti Svona var fundur KSÍ fyrir leikinn við Wales Fótbolti Milan vill að Zlatan sæki landa sinn frá Manchester Enski boltinn Ætlar ekki að hætta að sjúga í sig kosmíska krafta Fótbolti Fleiri fréttir Finnur Freyr í veikindaleyfi Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ „Áægður með að hún skuli hafa tekið af skarið og látið til sín taka“ Haukar unnu torsóttan sigur gegn Aþenu Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 99-79 | Meistararnir komnir á blað eftir frábæran fjórða leikhluta Flottur leikur Elvars í sigri í Evrópubikarnum Dagur Kár neyðist til að hætta „Ótrúlegt að hann hafi ekki fæðst í Keflavík“ Hvar er þessi? „Þetta er eitthvað biblíudæmi“ GAZið: „Þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn“ „Sóknin alls ekki klár hjá okkur“ „Fyrir mig er mikilvægt að liðið geri það sem við biðjum um“ Beeman með sýningu í fyrsta sigri nýliðanna Uppgjörið: Grindavík - Valur 67-61 | Grindavík skrefi á undan Val Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 103-77 | Unnu Íslandsmeistarana en steinlágu gegn nýliðunum Jakob Birgisson fer á kostum sem Gummi Ben í Körfuboltakvöldi Extra Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“ Engir eftirmálar af látunum í Smáranum Njarðvík semur við eina unga og efnilega Davíð dæmir hjá Dani í Skotlandi Sögulegt augnablik James feðga: „Mun aldrei gleyma þessu“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 1. umferðar Frábær leikur Martins dugði ekki Völdu ekki Bronny af virðingu við LeBron „Hann gerir einhvern veginn alla í kringum sig betri“ Súrt tap í framlengdum leik hjá Tryggva Snæ og félögum Helena tekin inn í heiðurshöll TCU Telur að Thomas sé betri en Basile Þurfti að leita til tannlæknis eftir vænan olnboga Njarðvík leikur í IceMar-höllinni Sjá meira
Boston Celtics var einum sigri frá því að verða fyrsta liðið í sögunni til að koma til baka eftir að hafa tapað þremur fyrstu leikjunum í seríu. Boston hafði unnið þrjá síðustu leiki og var á heimavelli. Eins og hin 150 liðin sem höfðu byrjað 0-3 eru Celtics menn úr leik. Þetta var líka annað árið í röð sem þessi lið mættust í oddaleik á þessum tímapunkti í úrslitakeppninni en ólíkt því sem gerðist í fyrra þá komst Miami Heat í lokaúrslitin þar sem liðið mætir Denver Nuggets. Jimmy Butler comes up big as the @MiamiHEAT take Game 7 on the road!28 PTS | 7 REB | 6 AST | 3 STLThe #NBAFinals presented by @YouTubeTV Game 1:MIA/DEN: Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/1trjBIliXR— NBA (@NBA) May 30, 2023 Jimmy Butler skoraði 28 stig í leiknum og fékk Larry Bird verðlaunin sem besti leikmaður úrslitaeinvígis Austurdeildarinnar. Caleb Martin var líka frábær í oddaleiknum með 26 stig og 10 fráköst. „Við stóðum saman sem einn hópur. Við töluðum saman sem lið að fara að ná í einn erfiðan sigur á útivelli. Við gerðum það. Við erum alls ekki saddir. Við erum spenntir. Við erum ánægðir. Það er einn eftir,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn. Bam Adebayo var með 12 stig og 10 fráköst hjá Miami en liðið er það fyrsta í 24 ár sem kemst alla leið í úrslitin um titilinn eftir að hafa komið inn í úrslitakeppnina sem áttunda og síðasta liðið. Síðasta liðið til að ná því var New York Knicks 1999. Caleb Martin SHINES as the @MiamiHEAT win Game 7 on the road!26 PTS (Playoff career high)11-16 FG10 REB#NBAFinals presented by @YouTubeTV Game 1:Thursday, 6/1 at 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/leZLxechIp— NBA (@NBA) May 30, 2023 Boston byrjaði leikinn ágætlega en tapaði lokakafla fyrsta leikhlutans 14-4 og Miami skoraði síðan 16 af fyrstu 22 stigum annars leikhluta. Eftir það var Miami var með góð tök á leiknum og kæfði endanlega heimamenn með góðri byrjun á fjórða leikhluta sem þýddi að lokaleikhlutinn varð aldrei spennandi. Derrick White, hetja Boston Celtics úr sjötta leiknum, skoraði 18 stig en Jaylen Brown var stigahæstur með 19 stig. Brown hitti aftur á móti aðeins úr einu af níu þriggja stiga skotum og tapaði átta boltum. Jayson Tatum missteig sig í fyrstu sókn leiksins og haltraði í gegnum allan leikinn með 14 stig og 11 fráköst. Hann hafði skorað 51 stig í oddaleiknum á móti Philadelphia 76ers í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Jimmy SpoThe Heat are Finals bound... Game 1 of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV is Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC!More ECF Game 7 content in the NBA App: https://t.co/PeOTFQxlAy pic.twitter.com/Tgntn4ySpQ— NBA (@NBA) May 30, 2023 „Stundum þarftu að þjást fyrir það sem þig langar svo mikið í. Þetta lið hefur sýnt hugprýði og farið í gegnum vonbrigði og mótlæti en alltaf sýnt þrautseigjuna til að rífa sig upp og hafa samaneinaðan anda til að halda áfram þar til að markmiðinu er náð,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Það er stutt í fyrsta leik lokaúrslitanna sem er á fimmtudaginn i Denver en þar bíða heimamenn í Nuggets sem hafa ekki spilað síðan þeir sópuðu Los Angeles Lakers í sumarfrí 22. maí síðastliðinn. The official schedule of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV!Game 1: Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/psNkHpQGj5— NBA (@NBA) May 30, 2023
NBA Mest lesið Yfirlýsing Alberts: Ákveðinn léttir eftir erfitt ár Fótbolti Miklar líkur á vandræðalegri stöðu fyrir Ísland Fótbolti Þak leikvangsins rifnaði í tætlur Sport Åge ræður hvort kallað verði í Albert Fótbolti Åge óviss varðandi Albert: „Gæti verið ómögulegt“ Fótbolti Heimir um ummæli Dunne: „Ykkar starf að safna áskrifendum“ Fótbolti Finnur Freyr í veikindaleyfi Körfubolti Svona var fundur KSÍ fyrir leikinn við Wales Fótbolti Milan vill að Zlatan sæki landa sinn frá Manchester Enski boltinn Ætlar ekki að hætta að sjúga í sig kosmíska krafta Fótbolti Fleiri fréttir Finnur Freyr í veikindaleyfi Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ „Áægður með að hún skuli hafa tekið af skarið og látið til sín taka“ Haukar unnu torsóttan sigur gegn Aþenu Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 99-79 | Meistararnir komnir á blað eftir frábæran fjórða leikhluta Flottur leikur Elvars í sigri í Evrópubikarnum Dagur Kár neyðist til að hætta „Ótrúlegt að hann hafi ekki fæðst í Keflavík“ Hvar er þessi? „Þetta er eitthvað biblíudæmi“ GAZið: „Þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn“ „Sóknin alls ekki klár hjá okkur“ „Fyrir mig er mikilvægt að liðið geri það sem við biðjum um“ Beeman með sýningu í fyrsta sigri nýliðanna Uppgjörið: Grindavík - Valur 67-61 | Grindavík skrefi á undan Val Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 103-77 | Unnu Íslandsmeistarana en steinlágu gegn nýliðunum Jakob Birgisson fer á kostum sem Gummi Ben í Körfuboltakvöldi Extra Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“ Engir eftirmálar af látunum í Smáranum Njarðvík semur við eina unga og efnilega Davíð dæmir hjá Dani í Skotlandi Sögulegt augnablik James feðga: „Mun aldrei gleyma þessu“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 1. umferðar Frábær leikur Martins dugði ekki Völdu ekki Bronny af virðingu við LeBron „Hann gerir einhvern veginn alla í kringum sig betri“ Súrt tap í framlengdum leik hjá Tryggva Snæ og félögum Helena tekin inn í heiðurshöll TCU Telur að Thomas sé betri en Basile Þurfti að leita til tannlæknis eftir vænan olnboga Njarðvík leikur í IceMar-höllinni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 99-79 | Meistararnir komnir á blað eftir frábæran fjórða leikhluta