Viðskipti innlent

Ráðin nýr verk­efna­­stjóri á sviði sjálf­bærni hjá Krónunni

Atli Ísleifsson skrifar
Heiðdís Inga Hilmarsdóttir.
Heiðdís Inga Hilmarsdóttir. Krónan

Heiðdís Inga Hilmarsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri á sviði sjálfbærni hjá Krónunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Heiðdís sé með MSc-gráðu í sjálfbærri þróun frá Uppsalaháskóla ásamt því að vera menntaður vöruhönnuður úr Listaháskóla Íslands. 

„Heiðdís hefur áður starfað hjá Havarí menningarsetri í Berufirði, í tæknideild Þjóðleikhússins, ásamt því að hafa stofnað og rekið fyrirtæki og hannað og markaðssett eigin vörur.

Heiðdís mun leiða margvísleg verkefni sem stuðla að því að Krónan nái markmiðum sínum um sjálfbærni. Úr stefnu Krónunnar í þessum málaflokki má meðal annars nefna minnkun matarsóunar, að nota umhverfisvæna orkugjafa og lágmarka orkunotkun, sýna ábyrgð í vali á umbúðum og vera leiðandi í sorpflokkun,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×