Sælgætið og snakkið oftast ódýrast í Fjarðarkaupum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2023 14:36 Fjarðarkaup eru fjölskyldufyrirtæki í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Bónus var ódýrasta verslunin í matvörukönnun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi þann 9. maí. Verðið í Bónus var að meðaltali 4% frá lægsta verði, og bauð verslunin upp á lægsta verðið í 76 tilfellum. Krónan var með næst lægsta meðalverðið sem var 10% frá lægsta verði. Þetta kemur fram í verðlagseftirliti ASÍ. Fjarðarkaup var næst oftast með lægsta verðið á eftir Bónus, í 29 tilvikum. Meðalverð í Fjarðarkaup var 16% frá lægsta verði, einu prósentustigi hærra en meðalverð í Nettó. Oft einnar krónu verðmunur á Bónus og Krónunni Á grafinu hér að neðan má sjá hve langt vöruverð verslana var að meðaltali frá lægsta verði. Ef einhver verslun hefði verið með lægsta verð á öllum vörum hefði hún fengið gildið 0% en 100% ef verðið væri tvöfalt hærra að meðaltali. Af 127 vörum sem voru í könnuninni voru 99 til í bæði Bónus og Krónunni. Þar af voru 58 vörur einni krónu dýrari í Krónunni en Bónus. Hæsta verðið var oftast að finna í Iceland og næst oftast í Heimkaupum. Minnstur verðmunur á te og kaffi og á mjólkurvöru Innan vöruflokka var minnstur munur á hæsta og lægsta verði á te og kaffi, að meðaltali 23%, og mjólkurvörum, að meðaltali 27%. Mestur var munurinn í flokki ávaxta og grænmetis, að meðaltali 105%, en þar er miðað við kílóverð á flestum vörum. Til dæmis var aðeins 13% munur á lægsta og hæsta verði á hálfum lítra af rjóma, á meðan 84% munur var á lægsta og hæsta kílóverði á papriku. Mikill verðmunur á vörum með sama vörumerki Í mörgum tilfellum varmikill verðmunur á dósamat og þurrvöru, sælgæti og snakki og á ýmissi frosinni vöru, sem er athyglisvert í ljósi þess að um nákvæmlega sömu vörur er að ræða. Sem dæmi má nefna 67% verðmun á hæsta og lægsta verði á Mutti niðursoðnum tómötum, 56% verðmun á Ora túnfiski í olíu og 70% verðmun á 2 lítra vanillu Mjúkís frá Kjörís. Verð á dósamat og þurrvöru var oftast lægst hjá Bónus, í 8 tilfellum, og í Fjarðarkaupum, í 7 tilfellum. Iceland átti oftast hæsta verðið á sælgæti og snakki en Fjarðarkaup oftast lægsta verðið. 108% munur á Kjarna jarðaberjagraut Af öðrum athyglisverðum verðmuni í könnuninni má nefna: ·108% mun á hæsta og lægsta verði á einum lítra af Kjarna Jarðaberjagraut. Lægst var verðið í Fjarðarkaup, 398 kr. en hæst í Heimkaupum, 829 kr. ·101% mun á hæsta og lægsta verði á Stjörnu Partý paprikusnakki sem var dýrast í Iceland, 699 kr. en ódýrast í Fjarðarkaupum, 348kr. ·329% mun á hæsta og lægsta kílóverði á hvítlauk. Hæst var verðið 3.369 krónur í Kjörbúðinni Sandgerði en lægst 729 krónur í Bónus. ·91% mun á rúlluverði klósettpappírs. Hæst var verðið í Kjörbúðinni Sandgerði, 143 krónur, en lægst 75 krónur í Nettó. Um könnunina Ýmsar aðferðir eru til að varpa ljósi á niðurstöður í verðkönnunum með mörgum vörum og verslunum. Til að skýra betur verð hjá þeim verslunum sem eru hvorki oft með hæsta né lægsta verðið í verðkönnun og finna út meðalverð má reikna út hlutfallslegt frávik frá lægsta verði hverrar vöru. Þannig raðast verslanirnar eftir því hversu langt verð á vörum í könnuninni er að meðaltali frá lægsta verði. Í könnuninni var hilluverð á 127 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina. Könnunin var framkvæmd í eftirtöldum verslunum: Nettó Mjódd, Bónus Hraunbæ, Krónunni Selfossi, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Hagkaup Skeifunni, Kjörbúðinni Sandgerði og á Heimkaup.is. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Verðlag Matvöruverslun Hafnarfjörður Fjármál heimilisins Sælgæti Mest lesið Ekki króna í þrotabúi Base parking Viðskipti innlent Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Viðskipti innlent Alma sótti tvo milljarða Viðskipti innlent Séreign inn á húsnæðislán hafi nýst sterkefnuðum mest Viðskipti innlent Árni verður hægri hönd Decks Viðskipti innlent Hafa veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun Viðskipti innlent Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Viðskipti innlent Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Viðskipti innlent Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Viðskipti innlent Hagkaup hefur áfengissölu í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Blekking við neytendur eða leið til að halda „þægilegri verðpunkti“? Óttast að raforkuverð fjórfaldist án inngrips Réttur og öryggi leigjenda aukast á sunnudaginn Mótmæla samráðsummælum Breka og segja þau „haldlaus“ Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Kaupum meira og meira þrátt fyrir mikla verðbólgu Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Temu kaupin getu hæglega orðið að fíkn Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Sleppur við sektir eftir auglýsingu um hundrað prósent lán Orðrómur um Appelsín ósannur Sjá meira
Þetta kemur fram í verðlagseftirliti ASÍ. Fjarðarkaup var næst oftast með lægsta verðið á eftir Bónus, í 29 tilvikum. Meðalverð í Fjarðarkaup var 16% frá lægsta verði, einu prósentustigi hærra en meðalverð í Nettó. Oft einnar krónu verðmunur á Bónus og Krónunni Á grafinu hér að neðan má sjá hve langt vöruverð verslana var að meðaltali frá lægsta verði. Ef einhver verslun hefði verið með lægsta verð á öllum vörum hefði hún fengið gildið 0% en 100% ef verðið væri tvöfalt hærra að meðaltali. Af 127 vörum sem voru í könnuninni voru 99 til í bæði Bónus og Krónunni. Þar af voru 58 vörur einni krónu dýrari í Krónunni en Bónus. Hæsta verðið var oftast að finna í Iceland og næst oftast í Heimkaupum. Minnstur verðmunur á te og kaffi og á mjólkurvöru Innan vöruflokka var minnstur munur á hæsta og lægsta verði á te og kaffi, að meðaltali 23%, og mjólkurvörum, að meðaltali 27%. Mestur var munurinn í flokki ávaxta og grænmetis, að meðaltali 105%, en þar er miðað við kílóverð á flestum vörum. Til dæmis var aðeins 13% munur á lægsta og hæsta verði á hálfum lítra af rjóma, á meðan 84% munur var á lægsta og hæsta kílóverði á papriku. Mikill verðmunur á vörum með sama vörumerki Í mörgum tilfellum varmikill verðmunur á dósamat og þurrvöru, sælgæti og snakki og á ýmissi frosinni vöru, sem er athyglisvert í ljósi þess að um nákvæmlega sömu vörur er að ræða. Sem dæmi má nefna 67% verðmun á hæsta og lægsta verði á Mutti niðursoðnum tómötum, 56% verðmun á Ora túnfiski í olíu og 70% verðmun á 2 lítra vanillu Mjúkís frá Kjörís. Verð á dósamat og þurrvöru var oftast lægst hjá Bónus, í 8 tilfellum, og í Fjarðarkaupum, í 7 tilfellum. Iceland átti oftast hæsta verðið á sælgæti og snakki en Fjarðarkaup oftast lægsta verðið. 108% munur á Kjarna jarðaberjagraut Af öðrum athyglisverðum verðmuni í könnuninni má nefna: ·108% mun á hæsta og lægsta verði á einum lítra af Kjarna Jarðaberjagraut. Lægst var verðið í Fjarðarkaup, 398 kr. en hæst í Heimkaupum, 829 kr. ·101% mun á hæsta og lægsta verði á Stjörnu Partý paprikusnakki sem var dýrast í Iceland, 699 kr. en ódýrast í Fjarðarkaupum, 348kr. ·329% mun á hæsta og lægsta kílóverði á hvítlauk. Hæst var verðið 3.369 krónur í Kjörbúðinni Sandgerði en lægst 729 krónur í Bónus. ·91% mun á rúlluverði klósettpappírs. Hæst var verðið í Kjörbúðinni Sandgerði, 143 krónur, en lægst 75 krónur í Nettó. Um könnunina Ýmsar aðferðir eru til að varpa ljósi á niðurstöður í verðkönnunum með mörgum vörum og verslunum. Til að skýra betur verð hjá þeim verslunum sem eru hvorki oft með hæsta né lægsta verðið í verðkönnun og finna út meðalverð má reikna út hlutfallslegt frávik frá lægsta verði hverrar vöru. Þannig raðast verslanirnar eftir því hversu langt verð á vörum í könnuninni er að meðaltali frá lægsta verði. Í könnuninni var hilluverð á 127 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina. Könnunin var framkvæmd í eftirtöldum verslunum: Nettó Mjódd, Bónus Hraunbæ, Krónunni Selfossi, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Hagkaup Skeifunni, Kjörbúðinni Sandgerði og á Heimkaup.is. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Verðlag Matvöruverslun Hafnarfjörður Fjármál heimilisins Sælgæti Mest lesið Ekki króna í þrotabúi Base parking Viðskipti innlent Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Viðskipti innlent Alma sótti tvo milljarða Viðskipti innlent Séreign inn á húsnæðislán hafi nýst sterkefnuðum mest Viðskipti innlent Árni verður hægri hönd Decks Viðskipti innlent Hafa veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun Viðskipti innlent Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Viðskipti innlent Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Viðskipti innlent Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Viðskipti innlent Hagkaup hefur áfengissölu í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Blekking við neytendur eða leið til að halda „þægilegri verðpunkti“? Óttast að raforkuverð fjórfaldist án inngrips Réttur og öryggi leigjenda aukast á sunnudaginn Mótmæla samráðsummælum Breka og segja þau „haldlaus“ Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Kaupum meira og meira þrátt fyrir mikla verðbólgu Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Temu kaupin getu hæglega orðið að fíkn Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Sleppur við sektir eftir auglýsingu um hundrað prósent lán Orðrómur um Appelsín ósannur Sjá meira