Innherji

Efling færir margra milljarða verð­bréfa­eign sína al­farið til Lands­bankans

Hörður Ægisson skrifar
Perla Ösp Ásgeirsdóttir var ráðin framkvæmdastjóri Eflingar en hún hafði áður starfað í ellefu ár sem framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Landsbankanum.
Perla Ösp Ásgeirsdóttir var ráðin framkvæmdastjóri Eflingar en hún hafði áður starfað í ellefu ár sem framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Landsbankanum.

Stéttarfélagið Efling var með samtals nálægt tíu milljarða króna í verðbréfasjóðum og innlánum hjá Landsbankanum um síðustu áramót eftir að hafa ákveðið að losa um allar eignir sínar í öðrum fjármálafyrirtækjum og færa þær alfarið yfir til ríkisbankans. Verðbréfaeign Eflingar lækkaði um 284 milljónir að markaðsvirði á liðnu ári, sem má að stærstum hluta rekja til boðaðra aðgerða fjármálaráðherra um að ÍL-sjóður yrði settur í slitameðferð náist ekki samningar við kröfuhafa um uppgreiðslu skulda hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×