Bæta þurfi upprunamerkingu á matvöru Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. apríl 2023 21:03 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráherra, sem flutti m.a. ávarp á fundinum á Hótel Selfossi í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsætisráðherra segir ekki boðlegt að upprunamerkingar á matvörum eins og kjöti séu ekki réttar í íslenskum verslunum. Hún segir að það þurfi samstillt átak til að taka á málinu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er nú á fundarferð um landið undir yfirskriftinni “Sjálfbært Ísland” þar sem hún ræðir um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara. Um sjö fundi er að ræða. Einn af fundinum var á Hótel Selfossi síðdegis í gær. Tveir til þrír frummælendur eru með Katrínu á hverjum fundi og síðan eru umræður á eftir á nokkrum borðum. Mikil matvælaframleiðsla fer fram á Suðurlandi í kringum landbúnaðinn og því er eðlilegt að spyrja Katrínu um lélegar upprunamerkingar á vörum á sama tíma og rætt er um sjálfbærni Íslands. „Ég verð nú að segja það að það er ótrúlega mikilvægt að upprunamerkingar séu í lagi og ekki síður að við getum fræðst um það hvernig matvælin eru framleidd, hvert kolefnisspor þeirra er til dæmis,“ segir Katrín. En hvað finnst henni um að það sé verið að merkja erlent kjöt með íslenskum fána? „Já og svo stendur kannski með smásæju letri að það sé frá Íslandi, það er auðvitað ekki boðlegt, það er bara ekki boðlegt.“ Hvernig getum við breytt þessu? „Þarna þarf samstillt átak því það eiga að vera nokkuð skýrar reglur um það að það á að upprunamerkja matvæli rétt og yfirleitt eins og ég segi stendur þetta þá með smáa letrinu hvaðan kjötið kemur en auðvitað þurfum við að taka öll höndum, saman stjórnvöld, framleiðendur, innflytjendur og verslun,“ segir Katrín. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem var fundarstjóri á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um matvæli. Katrín segir að kleinur, vonandi íslenskar, séu nánast í boði á öllum sjálfbærni fundunum vítt og breytt um landið. „Þær eru mjög góðar hér á Selfossi, ég get alveg vottað það. Ég elska kleinur en ég á náttúrulega eftir fjóra fundi, þannig að nú kemur í ljós hvar bestu kleinur landsins eru, það kemur í lok fundanna og þá mun ég opinbera það,“ segir Katrín hlæjandi. sem var fundarstjóri á fundinum. Katrín að fá sér kleinu á fundinum á Selfossi. Hún ætlar að opinbera eftir fundina sjö hvar bestur kleinurnar á landinu er. Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Aflýsa flugi til og frá Orlando Viðskipti innlent Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Atvinnulíf Taka flugið til Tyrklands Viðskipti innlent Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Atvinnulíf „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ Atvinnulíf Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Viðskipti erlent „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnulíf Mikill fjöldi fyrirtækja með ófullnægjandi netvarnir Viðskipti innlent Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Viðskipti innlent Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Gengu langt í að vinna að lausn þótt bíllinn væri ekki í ábyrgð Hafa rúmir opnunartímar áhrif á verðlag? Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er nú á fundarferð um landið undir yfirskriftinni “Sjálfbært Ísland” þar sem hún ræðir um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara. Um sjö fundi er að ræða. Einn af fundinum var á Hótel Selfossi síðdegis í gær. Tveir til þrír frummælendur eru með Katrínu á hverjum fundi og síðan eru umræður á eftir á nokkrum borðum. Mikil matvælaframleiðsla fer fram á Suðurlandi í kringum landbúnaðinn og því er eðlilegt að spyrja Katrínu um lélegar upprunamerkingar á vörum á sama tíma og rætt er um sjálfbærni Íslands. „Ég verð nú að segja það að það er ótrúlega mikilvægt að upprunamerkingar séu í lagi og ekki síður að við getum fræðst um það hvernig matvælin eru framleidd, hvert kolefnisspor þeirra er til dæmis,“ segir Katrín. En hvað finnst henni um að það sé verið að merkja erlent kjöt með íslenskum fána? „Já og svo stendur kannski með smásæju letri að það sé frá Íslandi, það er auðvitað ekki boðlegt, það er bara ekki boðlegt.“ Hvernig getum við breytt þessu? „Þarna þarf samstillt átak því það eiga að vera nokkuð skýrar reglur um það að það á að upprunamerkja matvæli rétt og yfirleitt eins og ég segi stendur þetta þá með smáa letrinu hvaðan kjötið kemur en auðvitað þurfum við að taka öll höndum, saman stjórnvöld, framleiðendur, innflytjendur og verslun,“ segir Katrín. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem var fundarstjóri á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um matvæli. Katrín segir að kleinur, vonandi íslenskar, séu nánast í boði á öllum sjálfbærni fundunum vítt og breytt um landið. „Þær eru mjög góðar hér á Selfossi, ég get alveg vottað það. Ég elska kleinur en ég á náttúrulega eftir fjóra fundi, þannig að nú kemur í ljós hvar bestu kleinur landsins eru, það kemur í lok fundanna og þá mun ég opinbera það,“ segir Katrín hlæjandi. sem var fundarstjóri á fundinum. Katrín að fá sér kleinu á fundinum á Selfossi. Hún ætlar að opinbera eftir fundina sjö hvar bestur kleinurnar á landinu er. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Aflýsa flugi til og frá Orlando Viðskipti innlent Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Atvinnulíf Taka flugið til Tyrklands Viðskipti innlent Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Atvinnulíf „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ Atvinnulíf Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Viðskipti erlent „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnulíf Mikill fjöldi fyrirtækja með ófullnægjandi netvarnir Viðskipti innlent Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Viðskipti innlent Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Gengu langt í að vinna að lausn þótt bíllinn væri ekki í ábyrgð Hafa rúmir opnunartímar áhrif á verðlag? Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Sjá meira