Viðskipti innlent

Guð­rún Halla ráðin fram­kvæmda­stjóri hjá Norður­áli

Máni Snær Þorláksson skrifar
 Guðrún Halla Finnsdóttir hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Norðuráli.
Guðrún Halla Finnsdóttir hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Norðuráli. Aðsend

Guðrún Halla Finnsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli. Fram kemur í tilkynningu frá Norðuráli að Guðrún muni meðal annars leiða vinnu við raforkusamninga fyrirtækisins.

Árið 2016 hóf Guðrún Halla störf hjá Norðuráli. Fyrir það starfaði hún hjá raforkufyrirtækinu Southern California Edison í Los Angeles. Hún er með Bsc gráðu í aðgerðarannsóknum með áherslu á fjármálaverkfræði frá Columbia háskóla og Msc gráðu í rekstrarverkfræði frá University of Southern California.

Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls, segir að það sé engin betur fallin til þess að taka við þessari stöðu en Guðrún. 

„Við erum mjög ánægð með þá vinnu sem Guðrún Halla hefur unnið fyrir Norðurál, en hún hefur sinnt öllu sem viðkemur raforkusamningum fyrirtækisins, tekið þátt í að móta stefnu Norðuráls í raforkumálum og borið ábyrgð á losunarheimildum fyrir viðskiptakerfi ESB,“ er haft eftir honum í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×