Samstarf

„Það er alltaf hægt að gera betur“

HR Monitor
„Þrátt fyrir háan aldur erum við afar umbóta – og framfarasinnuð," segir Anna H. Johannessen, mannauðsstjóri samstæðunnar 1912 en 1912 er 111 ára gamalt félag.
„Þrátt fyrir háan aldur erum við afar umbóta – og framfarasinnuð," segir Anna H. Johannessen, mannauðsstjóri samstæðunnar 1912 en 1912 er 111 ára gamalt félag.

„Með hverjum degi koma ný tækifæri, bæði til að bæta sig og til að læra nýja hluti. Ég er með þannig hugarfar að grasið er ekki grænna hinum megin og að maður ætti að rækta það sem maður hefur. Í rauninni finnst mér þetta eiga við um allt sem maður tekur sér fyrir hendur,“ segir Anna H. Johannessen, mannauðsstjóri samstæðunnar 1912.

Anna er með BSc gráðu í sálfræði og MSc gráðu í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Anna segir að hún eyði mestum frítíma sínum með fjölskyldunni og nokkrum vel völdum vinum. Henni þykir gaman að ferðast, lesa góða bók í sólinni og njóta lífsins.

Anna kynntist 1912 við skrif meistararitgerðar sinnar, þar sem hún tók meðal annars viðtal við þáverandi mannauðsstjóra, hana Hildi Erlu Björgvinsdóttur, núverandi framkvæmdastjóra Emessíss.

„Ég varð strax heilluð af samstæðunni og þá 109 ára sögu fyrirtækisins en þegar ég sá starf mannauðsstjóra auglýst fyrir rúmum tveimur árum var ég ekki lengi að sækja um.”

Stöðugt að leita leiða til að bæta starfsemina

Anna segir samstarfsfélaga sína gefa sér hreina orku og alltaf vera stutt í húmorinn hjá þeim.

„Ég er einnig mjög heppin að vinna með svona öflugu stjórnendateymi. Það sem veitir mér mestu gleðina er þegar ég sé afrekstur af erfiðisvinnu en ég hef virkilega gaman af umbótaverkefnum og sér í lagi þegar fólk virkilega nýtur þess að fást við verkefnin og er tilbúið að taka þátt í þróuninni með okkur,“ segir Anna.

„1912 er 111 ára gamalt félag en þrátt fyrir háan aldur erum við afar umbóta – og framfarasinnuð. Við erum stöðugt að leita leiða til þess að bæta þjónustu, ferla og starfsemina í heild.

Ég myndi segja að það sem einkennir okkur hvað helst er að við viljum ekki staðna og það er alltaf hægt að gera betur, það er nefnilega þannig að viljinn til þess að gera betur er sjáanlegur í viðhorfi mannauðsins.“

Gildi fyrirtækisins skilgreind með starfsfólkinu

1912 var með fyrstu fyrirtækjum landsins til þess að öðlast jafnlaunavottun árið 2014 og segir Anna að hjá þeim sé jafnrétti haft í fyrirrúmi.

„Svo skiptir miklu máli að huga að fjölbreytileikanum. Við erum með þverskurðinn af samfélaginu í vinnu hjá okkur og það er það sem er skemmtilegast við að sinna mannauðsmálum hjá 1912 samstæðunni.

Við vitum öll að fjölbreytt teymi eru vænlegust til árangurs og erum með öfluga stjórnendur sem huga vel að teymunum og mismunandi þörfum starfsfólks.“

Anna segir frá því að gildin innan samstæðunnar eru frumkvæði, liðsheild, áreiðanleiki og ástríða.

„Þessi gildi voru fundin með vinnustofu þar sem starfsfólk átti að lýsa fyrirtækinu og fyrirtækjamenningu þess. Gildin eru samofin samstæðunni og við notum þau m.a. í ráðningum, við innri markaðssetningu og þjálfun,“ segir Anna.

Samkeppni um að ráða rétt og hæft vinnuafl

Samkvæmt Önnu eru sterkari kröfur gerðar til fyrirtækja í dag, m.a. varðandi mannauðsmál og hvernig hugað er að starfsfólki.

„Mannauðurinn skiptir gríðarlegu máli en hann er það sem einkennir fyrirtæki og er okkar mikilvægasta auðlind,“ segir Anna.

„Fyrirtæki í dag þurfa að vera mun meira á tánum. Það sem er klárlega í gangi er ,,war for talent“ sem þýðir að það er mikil samkeppni í mannauðsheiminum um að ráða rétt og hæft vinnuafl.

Hjá okkur 1912 samstæðunni hefur mikill fókus verið settur á að það þýðir ekki bara að ráða rétt fólk til starfa, það þarf líka að halda því í vinnu. Þessu fylgja spennandi áskoranir og í rauninni er þetta draumastaða því við sem samstæða viljum ekki staðna og þá fáum við fólkið sem akkúrat vill það ekki heldur.“

Nýting á tækni til að hlúa að starfsfólki

Samkvæmt Önnu er einkennandi fyrir 1912 samstæðuna að setja sér töluleg markmið.

„Við fylgjum markmiðum okkar eftir með aðgerðaáætlunum og ef einhver skekkja er í mælingum þá vinnum við markvisst að því að leiðrétta hana. Mín framtíðarsýn fyrir mannauðsmál hjá 1912 samstæðunni er klárlega nýting á tækni til að hlúa betur að starfsfólki, sjálfbærni og umhverfi.“

1912 hefur notast við mannauðsmælingar HR Monitor frá júní 2018.

„Við vorum að leita að tóli til þess að gefa okkur mælanlega endurgjöf á starfsánægju og helgun fyrir stjórnendur en það sem HR monitor kom með að borðinu var akkúrat það, púlsmælingu og stöðuna á mannauðnum á bæði einfaldan og skilvirkan hátt.

Hver niðurstaða er þannig séð tækifæri til þess að gera hlutina betur eða fagna því sem vel gengur. Ég er í rauninni alltaf að leita að einhverju með mælingunum, eins og ég hef sagt, við viljum ekki staðna eða hunsa hluti.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×