Milljarðatjón ár hvert fyrir birgja og neytendur Bjarki Sigurðsson skrifar 20. apríl 2023 15:36 Karen hefur rekið Kaja Organics síðastliðin tíu ár. Kona sem flytur inn og framleiðir lífrænar vörur hefur tapað þrjú hundruð þúsund krónum á því að rekstraraðili verslunarinnar Frú Lauga er farinn í gjaldþrot. Hún gagnrýnir framkvæmd og regluverk í kringum gjaldþrot verslana og segir neytendur tapa milljörðum á ári vegna þeirra. Karen Jónsdóttir á og rekur fyrirtækið Kaja Organic. Um er að ræða litla heildsölu sem flytur inn og framleiðir lífrænt vottaða matvöru. Matvara með merki hennar, Kaja, er meðal annars selt í versluninni Frú Lauga við Laugalæk í Reykjavík. Eigandi Frú Laugu, fyrirtækið Kvikun ehf., var nýlega tekið til gjaldþrotaskipta. Búið er að skipa skiptastjóra sem sér um búið. Þrátt fyrir það eru vörur í versluninni enn til sölu þó að ekki sé búið að borga fyrir þær. Karen segir það fyrirkomulag vera algjörlega út í hött. Karen selur lífrænar vörur undir merkinu Kaju. „Þannig í rauninni er verið að selja vörur frá mér sem er ekki búið að borga, til lífeyrissjóðanna, ríkisins og svona. Ef það væru til peningar fyrir öllum skuldunum þyrfti búið ekki að fara í þrot. Þetta eru gjörsamlega óþolandi vinnubrögð og regluverkið er handónýtt. Það eru alltaf birgjarnir sem eru látnir blæða. Af hverju þurfum við að gera það?“ segir Karen í samtali við fréttastofu. Sjálf er hún að tapa vörum að andvirði þrjú hundruð þúsund króna en þetta er í fjórða sinn á tíu árum sem hún lendir í því að eigandi verslunar sem hún selur vöru til verður gjaldþrota. Þetta er því alls ekki einsdæmi. Hún telur að þegar allt er tekið saman séu þetta gríðarlegar fjárhæðir sem birgjar og neytendur tapa þar sem á endanum fer þetta út í verðlagið. „Þetta er viðvarandi ástand á Íslandi og það þarf að taka fyrir þetta. Þetta hleypur ábyggilega á milljörðum á ári. Hvert einasta gjaldþrot er hrikalega dýrt,“ segir Karen. Hún segir að það væri eðlilegast ef að þegar skiptastjóri er kallaður til fengju birgjar að taka vörurnar sínar sem ekki er búið að borga fyrir og svo yrðu vörurnar sem búið er að borga fyrir seldar. Neytendur Verslun Gjaldþrot Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Karen Jónsdóttir á og rekur fyrirtækið Kaja Organic. Um er að ræða litla heildsölu sem flytur inn og framleiðir lífrænt vottaða matvöru. Matvara með merki hennar, Kaja, er meðal annars selt í versluninni Frú Lauga við Laugalæk í Reykjavík. Eigandi Frú Laugu, fyrirtækið Kvikun ehf., var nýlega tekið til gjaldþrotaskipta. Búið er að skipa skiptastjóra sem sér um búið. Þrátt fyrir það eru vörur í versluninni enn til sölu þó að ekki sé búið að borga fyrir þær. Karen segir það fyrirkomulag vera algjörlega út í hött. Karen selur lífrænar vörur undir merkinu Kaju. „Þannig í rauninni er verið að selja vörur frá mér sem er ekki búið að borga, til lífeyrissjóðanna, ríkisins og svona. Ef það væru til peningar fyrir öllum skuldunum þyrfti búið ekki að fara í þrot. Þetta eru gjörsamlega óþolandi vinnubrögð og regluverkið er handónýtt. Það eru alltaf birgjarnir sem eru látnir blæða. Af hverju þurfum við að gera það?“ segir Karen í samtali við fréttastofu. Sjálf er hún að tapa vörum að andvirði þrjú hundruð þúsund króna en þetta er í fjórða sinn á tíu árum sem hún lendir í því að eigandi verslunar sem hún selur vöru til verður gjaldþrota. Þetta er því alls ekki einsdæmi. Hún telur að þegar allt er tekið saman séu þetta gríðarlegar fjárhæðir sem birgjar og neytendur tapa þar sem á endanum fer þetta út í verðlagið. „Þetta er viðvarandi ástand á Íslandi og það þarf að taka fyrir þetta. Þetta hleypur ábyggilega á milljörðum á ári. Hvert einasta gjaldþrot er hrikalega dýrt,“ segir Karen. Hún segir að það væri eðlilegast ef að þegar skiptastjóri er kallaður til fengju birgjar að taka vörurnar sínar sem ekki er búið að borga fyrir og svo yrðu vörurnar sem búið er að borga fyrir seldar.
Neytendur Verslun Gjaldþrot Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira