Atvinnulíf

Vill sjá meira unnið með styrkleika barna í grunnskólum

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Í hlaðvarpsþættinum Gott fólk með Guðrúnu Högna ræðir Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir meðal annars um það að hún myndi helst vilja sjá þá nálgun meiri í grunnskólum að horft sé til styrkleika barna. 
Í hlaðvarpsþættinum Gott fólk með Guðrúnu Högna ræðir Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir meðal annars um það að hún myndi helst vilja sjá þá nálgun meiri í grunnskólum að horft sé til styrkleika barna. 

Gott fólk með Guðrúnu Högna eru nýir hlaðvarpsþættir í umsjón Guðrúnar Högnadóttur framkvæmdastjóra Franklin Covey.

Í þættinum ræðir Guðrún við reynslumikla stjórnendur um starfsframa þeirra og feril. Í lýsingu á þættinum segir að þættirnir séu „Stutt spjall við leiðtoga víða að sem varpar ljósi á öfluga stjórnun, vaxandi vinnustaði, bestu ráð, góðar sögur, sæta sigra, súrar áskoranir, hagnýtar lexíur og lífsins speki.“

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir er gestur Guðrúnar í nýjasta þættinum en hún hefur starfað sem forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs Samtaka atvinnulífsins, sem sviðsstjóri reksturs, mennta- og mannauðsmála Samtaka iðnaðarins, sem framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar og sem framkvæmdastjóri Menningarhússins Hofs.

Ingi­björg er með MSc-gráðu í stjórn­un og stefnu­mót­un, BSc-gráðu í viðskipta­fræði auk þess sem hún er með vott­un í verk­efna­stjórn­un.

Ingibjörg segir meðal annars í þættinum að hún telji of lítið horft til styrkleika barna í grunnskólum en í Hjallastefnunni er sérstaklega horft til þeirra eiginleika sem hvort kynið um sig býr yfir, styrkleikar efldir og unnið með veikleika og þeir styrktir. Ingibjörg segir kynjaumræðu samtímans vissulega gera þessa umræðu nokkuð flóknari en áður, en það breyti ekki þeirri skoðun hennar að það að vinna með styrkleika barna sé sú nálgun sem hún myndi vilja sjá meira af í grunnskólum.

Þáttinn má hlusta á hér.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×