Golf

Keppni á Masters frestað til morguns vegna fárviðris

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tré rifnaði upp með rótum í fárviðrinu á Masters mótinu í golfi í dag.
Tré rifnaði upp með rótum í fárviðrinu á Masters mótinu í golfi í dag. vísir/Getty

Sterkir vindar blása víðar en á Íslandi í dag og hefur mikið hvassviðri sett strik í reikninginn á Masters mótinu í golfi sem fram fer á Augusta vellinum í Georgíufylki Bandaríkjanna um helgina.

Ekki tókst að klára keppni á keppnisdegi tvö og munu kylfingar sem ekki náðu að klára hringinn í dag hefja leik í fyrramálið.

Brooks Koepka leiðir en hann var í fyrri keppnishópnum í dag og náði því að ljúka öðrum hring. Bandaríkjamaðurinn spilaði afar örugglega og er á samtals tólf höggum undir pari.

Spánverjinn Jon Rahm er annar en hann var í seinni keppnishópnum og á enn eftir að leika seinni níu holurnar á öðrum hring. Er hann á samtals níu höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×