Körfubolti

Elvar Már með tvö­falda tvennu í stór­sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elvar Már Friðriksson í leik með íslenska landsliðinu.
Elvar Már Friðriksson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Dröfn

Elvar Már Friðriksson sýndi á sér betri hliðarnar í stórsigri Rytas á Pieno žvaigždės í litáensku úrvalsdeildinni í körfubolta, lokatölur 118-73.

Eins og lokatölurnar gefa til kynna var leikurinn frekar ójafn frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Það var þó ekki fyrr en í þriðja leikhluta sem heimamenn endanlega skildu gestina eftir í reyk.

Á endanum vann Rytas þó einstaklega öruggan sigur þar sem átta leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira. Elvar Már skoraði 14 stig, tók gaf 10 stoðsendingar og reif niður eitt frákast. Var hann stoðsendingahæsti leikmaður vallarins.

Rytas er sem stendur í 2. sæti deildarinnar með 19 sigra og 5 töp í fyrstu 24 leikjum tímabilsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.