Veður

Við­vörunin orðin appel­sínu­gul á Aust­fjörðum

Atli Ísleifsson skrifar
Veðurstofan hefur breytt viðvöruninni úr gulri í appelsínugula.
Veðurstofan hefur breytt viðvöruninni úr gulri í appelsínugula. Veðurstofan

Veðurstofan hefur breytt veðurviðvöruninni á Austfjörðum úr gulri í appelsínugula. Viðvörunin tekur gildi klukkan 19 í kvöld en von er á mikilli snjókomu á svæðinu.

Á vef Veðurstofunnar segir að appelsínugila viðvörunin taki gildi klukkan 19 í kvöld og gildi í allan dag á morgun. 

„Talsverð eða mikil snjókoma eða skafrenningur með þungri færð og lélegu skyggni, einkum norðantil á svæðinu. Miklar líkur á samgöngutruflunum,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Sömuleiðis hefur verið gefin út gul viðvörun frá klukkan 15 á morgun til miðnættis vegna rigninga og asahláku syðst á svæðinu. „Talsverð rigning og hlýnandi veður sunnantil á svæðinu. Búast má við asahláku og auknu afrennsli og vatnavöxtum.“

Mikið hefur snjóað á Austfjörðum síðustu daga. Landsbjörg

Á vef Veðurstofunnar segir að mikil hætta sé á snjóflóðum á Austfjörðum í dag og mjög mikil hætta á snjóflóðum á morgun og föstudag. 

Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum og er hættustig í gildi í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði. Nokkur snjóflóð féllu í Neskaupstað, á Seyðisfirði, í Reyðarfirði og í Mjóafirði á mánudag.


Tengdar fréttir

Fjórði garðurinn hefði af­stýrt hörmungunum

Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 

Rýmingu af­létt að hluta til

Ákveðuð hefur að aflétta rýmingu á hluta þeirra húsa sem rýmd voru í Neskaupstað og á Seyðisfirði í gær. Þetta var ákveðið í kjölfar þess sem Veðurstofa Íslans mat aðstæður á Austfjörðum með tilliti til snjóflóðahættu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×