Paprika orðin tímabundin lúxusvara Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2023 09:01 Húsnæðislánin hafa vissulega hækkað hjá stórum hópi lántaka. Hækkandi verð á papriku hefur ekki síður verið milli tannanna á fólki. Unsplash/Theo Crazzolara Fordæmalaust verð á papriku, sem hefur fjórfaldast undanfarnar vikur, hefur valdið neytendum sérstöku hugarangri. Forstjóri heildsölunnar Innnes segist aldrei hafa séð aðra eins hækkun - en nú horfi til betri vegar í paprikumálum. Við þekkjum það öll. Verð á matarkörfunni hefur hækkað upp úr öllu valdi. Það er orðið hálfkvíðvænlegt að fara út í búð að kaupa í matinn og ein tiltekin vara er orðin hálfgerð táknmynd verðbólgunnar. Já, verðþróun á hinni sakleysislegu papriku hefur nefnilega vakið sérstaka eftirtekt. Við fáum nýjustu tölur: Í Krónunni kostar eitt avókadó, hálfgerð munaðarvara í augum í margra, 298 krónur. Rauð innfutt papríka, öllu hversdagslegra grænmeti, kostar nákvæmlega jafnmikið. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá í klippunni að neðan. Neytendur hafa einmitt vakið máls á þessu á samfélagsmiðlum nú í mánuðinum. Sumir eru hreinlega farnir að flokka paprikuna sem lúxusvöru - og dæmi eru um að fólk hafi greitt 900 krónur fyrir tvær paprikur, sem verður að teljast ansi sláandi. Allavega - paprikuverðið, hvort sem það er 298 krónur, 384 eða 356 - þykir með eindæmum hátt. Tvær paprikur 900kr taaaaakk pic.twitter.com/nhnPE1HVCJ— Daníel Freyr 🇺🇦 (@danielfj91) March 12, 2023 pic.twitter.com/CbRkXZfidD— 🇺🇦 Margrét E. Long 🇺🇦 (@gilitrutt) March 12, 2023 Ég var að borga 384 kr. fyrir EINA rauða papriku. Við erum riðin. pic.twitter.com/RXdhOE1bDy— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) March 21, 2023 Forstjóri heildsölunnar Innnes staðfestir grun neytenda - verð á papriku hefur undanfarið verið allt að fjórfalt á við það sem venjan er. Og ýmislegt búi þar að baki. „Við höfum ekki séð þessi verð áður. Fyrst ber að nefna slæmt tíðarfar í Evrópu, og líka hækun á orkuverði,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes. Betra verð í kortunum Fleira komi til; spænskir garðyrkjubændur hafi þurft að taka við af þeim hollensku, framboð minnkað og sumir smásalar hreinlega hætt að selja papriku. „Nú við höfum boðið upp á hana en þá með þeim afleiðingum að verðin eru í næstu hæðum. Við höfum séð ýmislegt í 36 ára sögu félagsins og þykir okkur þá alveg nóg um,“ segir Magnús. „En góðu fréttirnar eru þær að verðin eru á niðurleið og núna undanfarnar þrjár vikur höfum við náð að lækka verð á pariku þannig að vonandi getur landinn með góðri samviku farði að gæða sér aftur á þessari ágætisafurð.“ Verslun Landbúnaður Verðlag Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Við þekkjum það öll. Verð á matarkörfunni hefur hækkað upp úr öllu valdi. Það er orðið hálfkvíðvænlegt að fara út í búð að kaupa í matinn og ein tiltekin vara er orðin hálfgerð táknmynd verðbólgunnar. Já, verðþróun á hinni sakleysislegu papriku hefur nefnilega vakið sérstaka eftirtekt. Við fáum nýjustu tölur: Í Krónunni kostar eitt avókadó, hálfgerð munaðarvara í augum í margra, 298 krónur. Rauð innfutt papríka, öllu hversdagslegra grænmeti, kostar nákvæmlega jafnmikið. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá í klippunni að neðan. Neytendur hafa einmitt vakið máls á þessu á samfélagsmiðlum nú í mánuðinum. Sumir eru hreinlega farnir að flokka paprikuna sem lúxusvöru - og dæmi eru um að fólk hafi greitt 900 krónur fyrir tvær paprikur, sem verður að teljast ansi sláandi. Allavega - paprikuverðið, hvort sem það er 298 krónur, 384 eða 356 - þykir með eindæmum hátt. Tvær paprikur 900kr taaaaakk pic.twitter.com/nhnPE1HVCJ— Daníel Freyr 🇺🇦 (@danielfj91) March 12, 2023 pic.twitter.com/CbRkXZfidD— 🇺🇦 Margrét E. Long 🇺🇦 (@gilitrutt) March 12, 2023 Ég var að borga 384 kr. fyrir EINA rauða papriku. Við erum riðin. pic.twitter.com/RXdhOE1bDy— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) March 21, 2023 Forstjóri heildsölunnar Innnes staðfestir grun neytenda - verð á papriku hefur undanfarið verið allt að fjórfalt á við það sem venjan er. Og ýmislegt búi þar að baki. „Við höfum ekki séð þessi verð áður. Fyrst ber að nefna slæmt tíðarfar í Evrópu, og líka hækun á orkuverði,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes. Betra verð í kortunum Fleira komi til; spænskir garðyrkjubændur hafi þurft að taka við af þeim hollensku, framboð minnkað og sumir smásalar hreinlega hætt að selja papriku. „Nú við höfum boðið upp á hana en þá með þeim afleiðingum að verðin eru í næstu hæðum. Við höfum séð ýmislegt í 36 ára sögu félagsins og þykir okkur þá alveg nóg um,“ segir Magnús. „En góðu fréttirnar eru þær að verðin eru á niðurleið og núna undanfarnar þrjár vikur höfum við náð að lækka verð á pariku þannig að vonandi getur landinn með góðri samviku farði að gæða sér aftur á þessari ágætisafurð.“
Verslun Landbúnaður Verðlag Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira