Innlent

Eldur kviknaði í þaki skemmu

Máni Snær Þorláksson skrifar
Þegar slökkviliðið mætti á vettvang var búið að slökkva eldinn.
Þegar slökkviliðið mætti á vettvang var búið að slökkva eldinn. Vísir/Vilhelm

Eldur kviknaði í þaki skemmu í nágrenni við olíustöðina í Hvalfirði í morgun. Haft var samband við slökkvilið en iðnaðarmenn sem voru á svæðinu náðu að slökkva eldinn áður en slökkvilið bar að garði.

Skemman var mannlaust að sögn Jens Heiðars Ragnarssonar, slökkviliðsstjóra hjá Slökkviliði Akraness, sem ræddi við RÚV um málið. Því hafi ekki mikil hætta stafað af eldinum.

Ekki náðist samband við Slökkviliðið á Akranesi við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×