Viðskipti innlent

Tví­­burar ráðnir til BPO inn­heimtu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hreimur og Guðmar Guðlaugssynir eru nýir starfsmenn BPO innheimtu.
Hreimur og Guðmar Guðlaugssynir eru nýir starfsmenn BPO innheimtu.

BPO innheimta hefur ráðið til sín tvo nýja starfsmenn, tvíburabræðurna Guðmar og Hreim Guðlaugssyni. 

Guðmar og Hreimur eru tvíburabræður og en þeir luku háskólanámi í júní á síðasta ári í viðskipta- og markaðsfræði við Business Academy í Danmörku. Fóru þeir báðir í starfsnám til Kanada hjá fjártæknifyrirtækinu EP Financial Inc þar sem þeir unnu meðal annars við vöru- og markaðsþróun á nýjum vörum. 

Guðmar mun gegna stöðu viðskiptastjóra og stýra sölu- og vöruþróun BPO. Hreimur mun stýra þjónustu- og markaðsmálum fyrirtækisins. 

Framkvæmdastjóri og eigandi BPO er Guðlaugur Magnússon sem er faðir Guðmars og Hreims.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×