Neytendur

Inn­kalla fæðu­bótar­efnið Ashwagandha KSM-66

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Ástæða innköllunar er sú að fæðubótarefnið inniheldur ashwagandha extrakt yfir mörkum.
Ástæða innköllunar er sú að fæðubótarefnið inniheldur ashwagandha extrakt yfir mörkum. Aðsend

Leanbody ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað frá neytendum fæðubótarefnið Ashwagandha KSM-66 frá CNP.

Ástæða innköllunar er að fæðubótarefnið inniheldur 1000 mg af ashwagandha (Withania somnifera) extrakti í ráðlögðum daglegum neysluskammti og fer yfir mörk sem Matvælastofnun telur örugg til neyslu en þau eru 450 mg á dag. 

Matvæli sem innihalda ashwagandha extrakt yfir mörkum eru ekki örugg og geta verið heilsuspillandi.

Varan var einungis seld í verslun Leanbody ehf., Álfheimum 74 (Glæsibæ). Neytendur sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í verslun Leanbody ehf., Glæsibæ.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: CNP

Vöruheiti: Ashwagandha KSM-66 Ashwagandha

Geymsluþol: Best fyrirDagsetning: Allar best fyrir dagsetningar

Strikamerki: 5060547312047

Framleiðandi: CNP Professional Unit 11

Framleiðsluland: Bretland

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:

Leanbody ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík í samstarfi við Parlogis.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×