Neytendur

Mismunandi áhyggjur en allir sammála um þyngri róður

Ólafur Björn Sverrisson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Rætt var við fólk á förnum vegi í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Rætt var við fólk á förnum vegi í kvöldfréttum Stöðvar 2. skjáskot

Verðbólgan og vaxtahækkanirnar að undanförnu hafa ekki farið framhjá almenningi. Nokkrir viðmælendur fréttastofu lýsa yfir miklum áhyggjum af stöðu unga fólksins. 

Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði í dag meginvexti bankans um 0,5 prósentustig og eru vextirnir því komnir í 6,5 prósent. Verðbólga mælist nú 9,9 prósent. 

Í fréttum Stöðvar 2 ræddi Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttamaður okkar við fólk á förnum vegi um hækkun stýrivaxta. Einn hafði mestar áhyggjur af áhrifum hækkunarinnar á ungt fólk en önnur var fegin að hafa breytt láni sínu í óverðtryggt lán. Flestir voru þó sammála um að róðurinn hafi þyngst í heimilisbókhaldinu.

Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um vaxtahækkun í heild sinni. Viðtöl við fólk á förnum vegi hefjast þegar um 3 mínútur eru liðnar:


Tengdar fréttir

Ó­skiljan­legar bolta­líkingar ekki Seðla­bankanum sæmandi

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerir athugasemdir við röksemdir Seðlabankans fyrir vaxtahækkunum. Það standist ekki skoðun að nýgerðir kjarasamningar séu ástæða hækkunar, þar sem seðlabankastjóri hafi lýst ánægju með þá fyrir skömmu.    

Seðla­bankinn hafi dregið stutta stráið

Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×