Nýtt trend: Í tísku að vinna ekki umfram það sem greitt er fyrir Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. janúar 2023 07:01 Kannanir erlendis sýna að starfsfólk er í vaxandi mæli að velja að vera quiet quitters, sem þýðir starfsfólk sem vinnur ekkert umfram það sem greitt er fyrir. Þetta nýja trend er er að sýna sig bæði í Bandaríkjunum og Evrópu og þá helst einkennandi hjá fólki sem er 35 ára og yngra. Þetta er þá sá hópur fólks sem fer heim á mínútunni, óháð því hvort enn sé eitthvað óklárað í vinnunni, vinnur ekki utan vinnutíma né heldur sinnir verkefnum ekki eru tilgreind í starfslýsingu. Lítur á vinnuna sem aukaatriði. Lífið sem aðalatriði. Vísir/Getty „Quiet quitting“ er orðatiltæki á ensku sem um þessar mundir er sífellt oftar að dúkka upp í umræðunni erlendis. Það sem „quiet quitting“ þýðir snýst samt ekkert um að við séum að hætta á einhvern þögulan hátt í vinnunni okkar. Nei þvert á móti snýst þetta um að halda áfram að vinna. En þó ekkert umfram það sem greitt er fyrir. Sem hljómar kannski skringilega. Enda okkar fyrsta hugsun að vinnan okkar snúist ekki um neitt annað en það sem við fáum greitt fyrir. Staðreyndin er hins vegar sú að það er mjög algengt í starfi að við gerum eitthvað aðeins meira en það sem hlutverkið okkar segir til um. Sem hingað til hefur eflaust gert marga að framúrskarandi starfsmönnum. Sem hlaupa í öll verk. Ráðast í það sem gera þarf. Sýna frumkvæði og gera meira en væntingar standa til um. Klára það sem klára þarf þótt vinnutíma sé formlega lokið eða hádegishléið byrjað og svo framvegis. Svo ekki sé talað um að svara tölvupóstum eða skilaboðum utan vinnu. Eða vinna aðeins í tölvunni heima á kvöldin. Þá eru ótalin verkefni sem tengjast félagshlutanum eða tengslanetinu. Til dæmis að undirbúa einhverja gleði, halda utan um afmæli samstarfsfélaga, mæta í boð til viðskiptavina eða aðra viðburði til að efla tengslanetið. Enn eitt atriðið væri að tala um tiltekt í vinnunni. Uppþvottavélin eða óhreina tauið í vaskinum. Þetta trend er sagt vera sýna sig í vaxandi mæli bæði vestanhafs og í Evrópu. Ekki síst hjá yngri kynslóðum. Til dæmis hafa kannanir Gallup í Bandaríkjunum sýnt að hlutfallslega mælist fólk sem er 35 ára og yngri á vinnumarkaði fjölmennasti hópurinn sem velur að vinna ekkert umfram starfslýsingu (eru quiet quitters). Sem aftur þýðir að helgunin þeirra er minni gagnvart starfinu og vinnuveitendanum. Eitthvað sem gerir marga vinnuveitenda áhyggjufulla. Því samkvæmt þessu er sá hópur að stækka á vinnumarkaði sem lítur á vinnuna sem aukaatriði en lífið sjálft sem aðalatriðið. Sumir vilja meina að þetta sé í sú þróun sem vinnumarkaðurinn þarf að búa sig undir að verði í vaxandi mæli. Að ný kynslóð starfsmanna muni ekki sinna lengur öllum þeim ósýnilegu eða óumsömdu hlutverkum og verkefnum í vinnunni sem eldri kynslóðir hafa hingað til sinnt. Þótt það sjálfsagt og jafnvel haft ástríðu fyrir því að leggja sig svona mikið fram í vinnunni. Meira um quiet quitters og þá þróun sem er að sýna sig sem þetta nýja trend, má til dæmis lesa um HÉR. Starfsframi Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mannauðsmál Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Nei þvert á móti snýst þetta um að halda áfram að vinna. En þó ekkert umfram það sem greitt er fyrir. Sem hljómar kannski skringilega. Enda okkar fyrsta hugsun að vinnan okkar snúist ekki um neitt annað en það sem við fáum greitt fyrir. Staðreyndin er hins vegar sú að það er mjög algengt í starfi að við gerum eitthvað aðeins meira en það sem hlutverkið okkar segir til um. Sem hingað til hefur eflaust gert marga að framúrskarandi starfsmönnum. Sem hlaupa í öll verk. Ráðast í það sem gera þarf. Sýna frumkvæði og gera meira en væntingar standa til um. Klára það sem klára þarf þótt vinnutíma sé formlega lokið eða hádegishléið byrjað og svo framvegis. Svo ekki sé talað um að svara tölvupóstum eða skilaboðum utan vinnu. Eða vinna aðeins í tölvunni heima á kvöldin. Þá eru ótalin verkefni sem tengjast félagshlutanum eða tengslanetinu. Til dæmis að undirbúa einhverja gleði, halda utan um afmæli samstarfsfélaga, mæta í boð til viðskiptavina eða aðra viðburði til að efla tengslanetið. Enn eitt atriðið væri að tala um tiltekt í vinnunni. Uppþvottavélin eða óhreina tauið í vaskinum. Þetta trend er sagt vera sýna sig í vaxandi mæli bæði vestanhafs og í Evrópu. Ekki síst hjá yngri kynslóðum. Til dæmis hafa kannanir Gallup í Bandaríkjunum sýnt að hlutfallslega mælist fólk sem er 35 ára og yngri á vinnumarkaði fjölmennasti hópurinn sem velur að vinna ekkert umfram starfslýsingu (eru quiet quitters). Sem aftur þýðir að helgunin þeirra er minni gagnvart starfinu og vinnuveitendanum. Eitthvað sem gerir marga vinnuveitenda áhyggjufulla. Því samkvæmt þessu er sá hópur að stækka á vinnumarkaði sem lítur á vinnuna sem aukaatriði en lífið sjálft sem aðalatriðið. Sumir vilja meina að þetta sé í sú þróun sem vinnumarkaðurinn þarf að búa sig undir að verði í vaxandi mæli. Að ný kynslóð starfsmanna muni ekki sinna lengur öllum þeim ósýnilegu eða óumsömdu hlutverkum og verkefnum í vinnunni sem eldri kynslóðir hafa hingað til sinnt. Þótt það sjálfsagt og jafnvel haft ástríðu fyrir því að leggja sig svona mikið fram í vinnunni. Meira um quiet quitters og þá þróun sem er að sýna sig sem þetta nýja trend, má til dæmis lesa um HÉR.
Starfsframi Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mannauðsmál Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira