Viðskipti innlent

Heiðar Þór frá Icelandair til BusTra­vel Iceland

Atli Ísleifsson skrifar
Heiðar Þór Aðalsteinsson
Heiðar Þór Aðalsteinsson Aðsend

Heiðar Þór Aðalsteinsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs ferðaþjónustufyrirtækisins BusTravel Iceland.

Í tilkynningu segir að Heiðar Þór komi til fyrirtækisins frá Icelandair en þar hafði hann frá 2016 unnið við viðskiptaþróun, sem verkefnastjóri og loks sem tæknilegur flotastjóri Icelandair. 

„Heiðar er með B.Sc. í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og markaðsfræði frá Háskólanum á Akureyri og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.“

Hjá Bus Travel Iceland eru sjötíu heilsársstöðugildi og starfrækir félagið um tuttugu rútur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×