Innherji

Áformar að gefa út ríkisbréf fyrir 140 milljarða og skoðar erlenda fjármögnun

Hörður Ægisson skrifar
Útgáfa ríkisbréfa umfram gjalddaga þeirra verður um 55 milljarðar króna á þessu ári, samkvæmt Lánamálum ríkissjóðs.
Útgáfa ríkisbréfa umfram gjalddaga þeirra verður um 55 milljarðar króna á þessu ári, samkvæmt Lánamálum ríkissjóðs.

Ríkissjóður, sem verður rekinn með um 120 milljarða króna halla á árinu 2023 samkvæmt fjárlagafrumvarpi, áformar að mæta fjárþörf sinni með útgáfu ríkisbréfa fyrir um 140 milljarða króna. Það er litlu lægri fjárhæð en heildarútgáfa ársins 2022 en í ársáætlun lánamála ríkissjóðs segir að til greina komi að gefa út skuldabréf erlendis eða ganga á gjaldeyrisinnstæður ríkisins í Seðlabankanum til að mæta að hluta lánsfjárþörfinni á þessu ári.


Tengdar fréttir

Lífeyrissjóðir vilja auka vægi erlendra hlutabréfa eftir lækkanir á mörkuðum

Margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa sett sér það markmið að auka talsvert hlutfall erlendra hlutabréfa í eignasöfnum sínum á komandi ári, að því er lesa má út úr nýlega samþykktum fjárfestingastefnum sjóðanna. Sömu lífeyrissjóðir áforma meðal annars að minnka samtímis vægi eigna sinna í ríkisskuldabréfum og þá ráðgera einnig sjóðir eins og Gildi og LSR að leggja minni áherslu á innlend hlutabréf frá því sem nú er.

„Umhugsunarefni“ að lífeyrissjóðir kaupi ekki sértryggðar útgáfur bankanna

Núna þegar vaxtastig fer hækkandi eftir langt tímabil þar sem áhætta var ekki rétt verðlögð þá hljóta ótryggðar skuldabréfaútgáfur bankanna að byrja að verða „aðlaðandi“ fyrir fjárfesta á borð við íslensku lífeyrissjóðina, að sögn varaseðlabankastjóra. Hann segir það jafnframt vera „umhugsunarefni“ af hverju lífeyrissjóðirnir séu ekki í meira mæli að kaupa sértryggðar útgáfur af íslensku bönkunum sem skili þeim betri ávöxtun borið saman við að lána beint út til sjóðsfélaga sinna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×