Varnarleikurinn, það er eitthvað sem við þurfum að hengja hatt okkar á Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. desember 2022 22:10 Helgi Magnússon var óánægður með varnarleikinn í kvöld. Vísir/Bára Helgi Magnússon þjálfari KR þurfti að mæta í enn eitt viðtalið til að ræða um slaka frammistöðu sinna manna, en KR töpuðu nokkuð örugglega gegn Stjörnunni í Subway-deildinni í kvöld, 99-88. Það er kannski þreyttur frasi að tala um að lið mæti ekki tilbúin til leiks, en leikurinn fór einfaldlega hræðilega af stað fyrir KR sem skoruðu aðeins 10 stig í fyrsta leikhluta en fengu á sig 29. Helgi var sérstaklega ósáttur við varnarleik sinna manna í upphafi leiks. „Við fengum fullt af flottum skotum en við bara gátum ekki hitt og létum það hafa áhrif á varnarleikinn. Mér fannst sum „possession-in“ okkar bara vera fín varnarlega en svo koma smá „breakdown“ sem enda í galopnu skoti undir körfunni, eða sóknarfrákasti eða hvað sem það var og það má ekki vera svo. Númer eitt tvö og þrjú er varnarleikurinn. Sóknin er eitthvað sem þú hittir á og það koma dagar og allt það, en varnarleikurinn, það er eitthvað sem við þurfum að hengja hatt okkar á.“ Eftir þessa hræðilegu byrjun þá var smá lífsmark með KR í þriðja leikhluta og þeir minnkuðu muninn í 9 stig. En holan sem þeir grófu sér í byrjun var djúp og Helgi sagði að það hefði einfaldlega reynst liðinu um megn að elta allan leikinn. „Það er náttúrulega bara erfitt að vera að elta svona svakalega mikið. En það kom allavega einhver karakter og barátta og það sem þarf að gerast til að vinna körfuboltaleiki. Það var fínn kafli hjá okkur en ég ætla ekkert að missa mig í einhverri ánægju með það. En þetta var fínn kafli en svo duttu menn kannski aðeins of mikið í að ætla að fara í heitu skotin til að ná þessu niður í 5 stigin eða hvað það var í staðinn fyrir að halda áfram að gera það sem var að ganga nokkuð vel þarna.“ Talandi um karakter, þá var Matthías Orri Sigurðsson mættur aftur á parketið í úrvalsdeild, eftir rúmlega árs hlé. Það hlýtur að vera fengur fyrir KR að fá leikmann eins og Matta aftur af stað, en er hann kominn til að vera? „Bara frábært að fá Matta. Hann er aðeins með okkur allavega núna til að byrja með og vonandi ílengist hann. Frábær körfuknattleiksmaður og leiðtogi. Gott að fá hann inn í hópinn.“ Sú saga flýgur nú fjöllum hærra að Dagur Kár sé hættur í KR. Hann var ekki með liðinu í kvöld og heldur ekki á bekknum í borgaralegum klæðum. Helgi sagði að á þessu væri ósköp eðlilegar skýringar, hann væri einfaldlega meiddur. „Hann er meiddur. Svo var hann bara fjarverandi í kvöld útaf persónulegum ástæðum.“ Svo mörg voru þau orð. Við spurðum Arnar Guðjónsson þjálfara Stjörnunnar einnig út í þessi tíðindi og hvort eitthvað væri til í þeim orðrómi að Dagur væri á leið í Stjörnuna. Arnar virtist koma af fjöllum þegar sú spurning var borin upp og ljóst að þeir félagar halda spilunum þétt að sér um þetta mál. Subway-deild karla KR Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Helgi var sérstaklega ósáttur við varnarleik sinna manna í upphafi leiks. „Við fengum fullt af flottum skotum en við bara gátum ekki hitt og létum það hafa áhrif á varnarleikinn. Mér fannst sum „possession-in“ okkar bara vera fín varnarlega en svo koma smá „breakdown“ sem enda í galopnu skoti undir körfunni, eða sóknarfrákasti eða hvað sem það var og það má ekki vera svo. Númer eitt tvö og þrjú er varnarleikurinn. Sóknin er eitthvað sem þú hittir á og það koma dagar og allt það, en varnarleikurinn, það er eitthvað sem við þurfum að hengja hatt okkar á.“ Eftir þessa hræðilegu byrjun þá var smá lífsmark með KR í þriðja leikhluta og þeir minnkuðu muninn í 9 stig. En holan sem þeir grófu sér í byrjun var djúp og Helgi sagði að það hefði einfaldlega reynst liðinu um megn að elta allan leikinn. „Það er náttúrulega bara erfitt að vera að elta svona svakalega mikið. En það kom allavega einhver karakter og barátta og það sem þarf að gerast til að vinna körfuboltaleiki. Það var fínn kafli hjá okkur en ég ætla ekkert að missa mig í einhverri ánægju með það. En þetta var fínn kafli en svo duttu menn kannski aðeins of mikið í að ætla að fara í heitu skotin til að ná þessu niður í 5 stigin eða hvað það var í staðinn fyrir að halda áfram að gera það sem var að ganga nokkuð vel þarna.“ Talandi um karakter, þá var Matthías Orri Sigurðsson mættur aftur á parketið í úrvalsdeild, eftir rúmlega árs hlé. Það hlýtur að vera fengur fyrir KR að fá leikmann eins og Matta aftur af stað, en er hann kominn til að vera? „Bara frábært að fá Matta. Hann er aðeins með okkur allavega núna til að byrja með og vonandi ílengist hann. Frábær körfuknattleiksmaður og leiðtogi. Gott að fá hann inn í hópinn.“ Sú saga flýgur nú fjöllum hærra að Dagur Kár sé hættur í KR. Hann var ekki með liðinu í kvöld og heldur ekki á bekknum í borgaralegum klæðum. Helgi sagði að á þessu væri ósköp eðlilegar skýringar, hann væri einfaldlega meiddur. „Hann er meiddur. Svo var hann bara fjarverandi í kvöld útaf persónulegum ástæðum.“ Svo mörg voru þau orð. Við spurðum Arnar Guðjónsson þjálfara Stjörnunnar einnig út í þessi tíðindi og hvort eitthvað væri til í þeim orðrómi að Dagur væri á leið í Stjörnuna. Arnar virtist koma af fjöllum þegar sú spurning var borin upp og ljóst að þeir félagar halda spilunum þétt að sér um þetta mál.
Subway-deild karla KR Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira