Erlent

Ein látin og fjöldi særður eftir skot­á­rás á bar í Bret­landi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lögregla leitar árásarmannsins.
Lögregla leitar árásarmannsins. Getty/King

Ung kona lést og þrír særðust í skotárás á bar í Wallasey í Bretlandi í gær. Skotmaðurinn gengur enn laus.

Rétt fyrir miðnætti á aðfangadagskvöld barst lögreglunni í Wallasey, sem er lítill bær nálægt Liverpool í Bretlandi, tilkynning um að skotum hafi verið hleypt af á krá í bænum. Ung kona og þrír karlmenn voru flutt á sjúkrahús en konan lést skömmu síðar af sárum sínum.

„Rannsóknin er nýhafin á málinu. Fólk er eðlilega í áfalli vegna harmleiksins. Fullt af ungu fólki var á staðnum þegar skotárásin átti sér stað. Fjölmennt lið rannsakar málið og við erum að reyna að átta okkur á því hvað gerðist nákvæmlega,“ segir David McCaughrean aðstoðaryfirlögregluþjónn.

Eins og fyrr segir hefur árásarmaðurinn ekki fundist. Lögregla biður þá sem upplýsinga kunna að hafa um málið að hafa samband eins fljótt og auðið er. Breska ríkisútvarpið greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×