Erlent

Tíu þúsund án rafmagns eftir jarðskjalfta upp á 6,4

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Töluverðar skemmdir eru á heimilum og atvinnuhúsnæði í Humboldt-héraði í norður Kaliforníu.
Töluverðar skemmdir eru á heimilum og atvinnuhúsnæði í Humboldt-héraði í norður Kaliforníu. AP

Jarðskjálfti að stærð 6,4 reið yfir í norður Kaliforníu, á svæði í kringum borgina Eureka, í dag. Um 10 þúsund manns eru án rafmagns og að minnsta kosti tveir eru slasaðir. Skemmdir urðu einnig á vegum á svæðinu. 

CNN greinir frá því að skjálftinn hafi riðið yfir um klukkan hálf þrjú í dag í Humboldt-héraði í norður Kaliforníu. Þó nokkrir eftirskjálftar fundust í kjölfarið, sá stærsti 4,6 að stærð. 

Flest heimili í Humboldt-héraði hafa verið án rafmagns í dag og skemmdir urðu á vegum í héraðinu. 

Ummerki skjálftans voru greinileg á vegum héraðsins.CNN



Fleiri fréttir

Sjá meira


×