Jóladagatal Vísis: Mugison tekur lagið með sjúskaðan, forláta gítar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. desember 2022 07:01 Mugison á tónleikunum Bylgjan órafmögnuð. Vísir/Rakel Rún Mugison á lag dagsins í Jóladagatali Vísis. Lagið sem um ræðir er Kletturinn, sem hann tók á tónleikunum Bylgjan órafmögnuð fyrir rétt rúmu ári. Í samtali við kynni kvöldsins, Völu Eiríks, sagði Mugison söguna á bak við gítarinn sinn, sem var orðinn ansi sjúskaður að sjá. „Ég veit ekki alveg hvað þetta er löng saga en ég ætla að reyna að koma með stuttu útgáfuna. Emiliana Torrini fékk mig til að hita upp fyrir sig fyrir fimmtán árum síðan í útlöndum og ég fór geggjað spenntur út með gítarinn minn.“ Þegar tónlistarmaðurinn sat inni í flugvélinni á flugvellinum í Glasgow sá hann þegar starfsfólk flugvallarins kastaði gítartöskunni á vagn, en það fór ekki betur en svo að hún endaði á jörðinni. „Hann brotnaði þannig að mig vantaði gítar.“ Mugison hafði nýlega fengið greitt milljón fyrir verkefni. Hann var á þessum tíma með þriggja milljón króna yfirdrátt en datt ekki í hug að borga hann niður heldur var stefnan tekin rakleiðis á gítarverslun. Lag dagsins er Kletturinn með Mugison Jóladagatal Vísis Tónlist Mest lesið Einvalalið leikara kveður árið 2020 Jól Herra Baktus með stórleik í jólamyndbandi Póstsins Jól Jóladagatal Vísis: Gæsahúðarflutningur Jóhönnu Guðrúnar á laginu Vetrarsól Jól Hátíðarterta með eplum og karamellukremi Jól Opið bréf til jólasveinanna: Góð ráð og hugmyndir í skóinn Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Margar hættur fyrir dýrin um jólin Jól Jóladagatal Vísis: Bríet tók lagið og Sóli trylltist á hljómborðinu Jól Humarsúpa með asísku tvisti Jól Táraðist yfir jólagjöfinni frá eiginmanninum Jól
Í samtali við kynni kvöldsins, Völu Eiríks, sagði Mugison söguna á bak við gítarinn sinn, sem var orðinn ansi sjúskaður að sjá. „Ég veit ekki alveg hvað þetta er löng saga en ég ætla að reyna að koma með stuttu útgáfuna. Emiliana Torrini fékk mig til að hita upp fyrir sig fyrir fimmtán árum síðan í útlöndum og ég fór geggjað spenntur út með gítarinn minn.“ Þegar tónlistarmaðurinn sat inni í flugvélinni á flugvellinum í Glasgow sá hann þegar starfsfólk flugvallarins kastaði gítartöskunni á vagn, en það fór ekki betur en svo að hún endaði á jörðinni. „Hann brotnaði þannig að mig vantaði gítar.“ Mugison hafði nýlega fengið greitt milljón fyrir verkefni. Hann var á þessum tíma með þriggja milljón króna yfirdrátt en datt ekki í hug að borga hann niður heldur var stefnan tekin rakleiðis á gítarverslun. Lag dagsins er Kletturinn með Mugison
Jóladagatal Vísis Tónlist Mest lesið Einvalalið leikara kveður árið 2020 Jól Herra Baktus með stórleik í jólamyndbandi Póstsins Jól Jóladagatal Vísis: Gæsahúðarflutningur Jóhönnu Guðrúnar á laginu Vetrarsól Jól Hátíðarterta með eplum og karamellukremi Jól Opið bréf til jólasveinanna: Góð ráð og hugmyndir í skóinn Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Margar hættur fyrir dýrin um jólin Jól Jóladagatal Vísis: Bríet tók lagið og Sóli trylltist á hljómborðinu Jól Humarsúpa með asísku tvisti Jól Táraðist yfir jólagjöfinni frá eiginmanninum Jól